Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2023 13:15 vísir/hulda margrét Þór/KA sigraði Þrótt 2-0 í einni af þremur viðureignum dagsins í Bestu deild kvenna. Mörk gestanna skoruðu Sandra María Jessen og Jakobína Hjörvarsdóttir. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp í 2. / 3. sæti deildarinnar. Þór/KA sitja í 5. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Þrótti. Leikurinn var opinn og spennandi strax frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust á stórsóknum í upphafi leiks og spiluðu flottan bolta fram á við. Þór/KA var heilt yfir hættulegri aðilinn og átti fleiri færi en Þróttarstelpur áttu mjög fína spretti inn á milli. Norðankonur ógnuðu marki Þróttar ítrekað úr föstum leikatriðum, vel uppsett af æfingasvæðinu og góðar spyrnur sköpuðu mikinn usla í markteignum. En þrátt fyrir margar fínar sóknir og hættuleg marktækifæri fóru liðin markalaus inn í hálfleikinn. Ísinn brotnaði svo strax í byrjun seinni hálfleiks, mjög einfalt og gott mark, hár bolti inn fyrir á Söndru Maríu sem kláraði færið í fjærhornið af miklu öryggi. Þróttur missti svolitla trú á verkefninu eftir að hafa lent undir, liðið hélt boltanum illa og var heldur óákveðið í sóknum sínum. Það bætti svo ekki úr skák þegar Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði annað mark Þór/KA beint úr aukaspyrnu af 45 metra færi. Hún ætlaði sér að gefa boltann fyrir en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja hann í netið, Þrótturum til lítillar gleði. Þór/KA þéttu svo raðirnar vel síðustu mínúturnar og bitlaus sóknarleikur Þróttar fann sér engin bjargráð, lokaniðurstaða 0-2 gestasigur. Afhverju vann Þór/KA? Þær voru frá fyrstu mínútu árasargjarnari aðilinn, beinskeyttar og hættulegar í boxinu. Gáfust ekkert upp þó illa gengi að finna markið, svo datt það loksins í seinni hálfleik og þær sigldu leiknum örugglega heim. Hverjir stóðu upp úr? Sandra María var frábær í fremstu línu Þór/KA, maður leiksins í dag. Skoraði gott mark og ógnaði sífellt þegar hún komst á boltann. Melissa Lowder átti sömuleiðis stórfínan leik í markinu, stýrði vörninni vel og át allar fyrirgjafir sem komu til hennar. Hvað gekk illa? Þrótturum skorti sjálfstraust í dag, sem er undarlegt miðað við hvað liðið hefur verið að spila vel. Urðu undir í baráttunni í dag og áttu ekki góðan leik varnarlega. Hvað gerist næst? Það eru tvær vikur í næsta leik, þar tekur Þróttur á móti Val og Þór/KA tekur á móti Stjörnunni. Báðir leikir fara fram laugardaginn 30. september, klukkan 14:00. „Betri en Þróttur og áttum sigurinn skilið“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Mér fannst leikurinn góður, svona heilt yfir. Þór/KA voru góðar í þessum leik, betri en Þróttur og áttum sigurinn skilið“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, strax að leik loknum. Fyrri hálfleikur var opinn og spennandi, þó Þór/KA hafi heilt yfir verið hættulegri aðilinn tóku Þróttarar þó nokkra góða spretti. „Við vorum ofan á í fyrri hálfleik að mínu mati, ég er alveg harður á því. Fengum fjölda horna, vorum alltaf að spyrja spurninga og pressan okkar gekk mjög vel. Við settum þær í mikil vandræði í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora, það var pínu svekkjandi að hafa ekki náð að komast yfir. Svo skerptum við bara á því sem við vorum að gera og þessi sigur varð sannfærandi.“ Þór/KA hafði fyrir þennan leik tapað síðustu þremur viðureignum sínum gegn Þrótti. Síðasti leikur liðanna var fyrir norðan en þar skellti Þróttur þeim 4-0 á heimavelli. „Auðvitað sat það í okkur, þær eru búnar að vinna okkur alveg frá því í Lengjubikarnum og við vorum staðráðin í því að við ætluðum ekki að leyfa þeim að hirða allt saman gegn okkur. Við mættum þeim vængbrotnar síðast í deildinni, núna var þetta jafnara og gekk allt saman vel upp.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, eftir það mætir Þór/KA Stjörnunni og FH í síðustu tveimur leikjum deildarinnar. Jóhann virtist ekki hrifinn af nýju fyrirkomulaginu þar sem mótið var framlengt og hafði áhyggjur af mögulegri snjókomu í þeim leikjum. „Það eru margar spurningar í þessu. Það er langt í þetta, verður farið að snjóa? Verður maður byrjaður að skreyta? Það á margt eftir að gerast þangað til við hittum Stjörnuna næst og hvað þá FH inni í miðjum október einhvern tímann. Þær eru margar að fara í landsliðsverkefni og hvernig menn koma til baka úr því, það á bara eftir að koma í ljós. En mér líst alltaf vel á að fá Stjörnuna“sagði Jóhann léttur í bragði að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir „Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. 17. september 2023 17:17
Þór/KA sigraði Þrótt 2-0 í einni af þremur viðureignum dagsins í Bestu deild kvenna. Mörk gestanna skoruðu Sandra María Jessen og Jakobína Hjörvarsdóttir. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp í 2. / 3. sæti deildarinnar. Þór/KA sitja í 5. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Þrótti. Leikurinn var opinn og spennandi strax frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust á stórsóknum í upphafi leiks og spiluðu flottan bolta fram á við. Þór/KA var heilt yfir hættulegri aðilinn og átti fleiri færi en Þróttarstelpur áttu mjög fína spretti inn á milli. Norðankonur ógnuðu marki Þróttar ítrekað úr föstum leikatriðum, vel uppsett af æfingasvæðinu og góðar spyrnur sköpuðu mikinn usla í markteignum. En þrátt fyrir margar fínar sóknir og hættuleg marktækifæri fóru liðin markalaus inn í hálfleikinn. Ísinn brotnaði svo strax í byrjun seinni hálfleiks, mjög einfalt og gott mark, hár bolti inn fyrir á Söndru Maríu sem kláraði færið í fjærhornið af miklu öryggi. Þróttur missti svolitla trú á verkefninu eftir að hafa lent undir, liðið hélt boltanum illa og var heldur óákveðið í sóknum sínum. Það bætti svo ekki úr skák þegar Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði annað mark Þór/KA beint úr aukaspyrnu af 45 metra færi. Hún ætlaði sér að gefa boltann fyrir en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja hann í netið, Þrótturum til lítillar gleði. Þór/KA þéttu svo raðirnar vel síðustu mínúturnar og bitlaus sóknarleikur Þróttar fann sér engin bjargráð, lokaniðurstaða 0-2 gestasigur. Afhverju vann Þór/KA? Þær voru frá fyrstu mínútu árasargjarnari aðilinn, beinskeyttar og hættulegar í boxinu. Gáfust ekkert upp þó illa gengi að finna markið, svo datt það loksins í seinni hálfleik og þær sigldu leiknum örugglega heim. Hverjir stóðu upp úr? Sandra María var frábær í fremstu línu Þór/KA, maður leiksins í dag. Skoraði gott mark og ógnaði sífellt þegar hún komst á boltann. Melissa Lowder átti sömuleiðis stórfínan leik í markinu, stýrði vörninni vel og át allar fyrirgjafir sem komu til hennar. Hvað gekk illa? Þrótturum skorti sjálfstraust í dag, sem er undarlegt miðað við hvað liðið hefur verið að spila vel. Urðu undir í baráttunni í dag og áttu ekki góðan leik varnarlega. Hvað gerist næst? Það eru tvær vikur í næsta leik, þar tekur Þróttur á móti Val og Þór/KA tekur á móti Stjörnunni. Báðir leikir fara fram laugardaginn 30. september, klukkan 14:00. „Betri en Þróttur og áttum sigurinn skilið“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Mér fannst leikurinn góður, svona heilt yfir. Þór/KA voru góðar í þessum leik, betri en Þróttur og áttum sigurinn skilið“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, strax að leik loknum. Fyrri hálfleikur var opinn og spennandi, þó Þór/KA hafi heilt yfir verið hættulegri aðilinn tóku Þróttarar þó nokkra góða spretti. „Við vorum ofan á í fyrri hálfleik að mínu mati, ég er alveg harður á því. Fengum fjölda horna, vorum alltaf að spyrja spurninga og pressan okkar gekk mjög vel. Við settum þær í mikil vandræði í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora, það var pínu svekkjandi að hafa ekki náð að komast yfir. Svo skerptum við bara á því sem við vorum að gera og þessi sigur varð sannfærandi.“ Þór/KA hafði fyrir þennan leik tapað síðustu þremur viðureignum sínum gegn Þrótti. Síðasti leikur liðanna var fyrir norðan en þar skellti Þróttur þeim 4-0 á heimavelli. „Auðvitað sat það í okkur, þær eru búnar að vinna okkur alveg frá því í Lengjubikarnum og við vorum staðráðin í því að við ætluðum ekki að leyfa þeim að hirða allt saman gegn okkur. Við mættum þeim vængbrotnar síðast í deildinni, núna var þetta jafnara og gekk allt saman vel upp.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, eftir það mætir Þór/KA Stjörnunni og FH í síðustu tveimur leikjum deildarinnar. Jóhann virtist ekki hrifinn af nýju fyrirkomulaginu þar sem mótið var framlengt og hafði áhyggjur af mögulegri snjókomu í þeim leikjum. „Það eru margar spurningar í þessu. Það er langt í þetta, verður farið að snjóa? Verður maður byrjaður að skreyta? Það á margt eftir að gerast þangað til við hittum Stjörnuna næst og hvað þá FH inni í miðjum október einhvern tímann. Þær eru margar að fara í landsliðsverkefni og hvernig menn koma til baka úr því, það á bara eftir að koma í ljós. En mér líst alltaf vel á að fá Stjörnuna“sagði Jóhann léttur í bragði að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir „Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. 17. september 2023 17:17
„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. 17. september 2023 17:17
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti