Red Bull getur tryggt sér snemmbúinn heimsmeistaratitil í Singapúr Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 13:01 Það er fyrir löngu orðið spurning um hvenær frekar en hvort Red Bull verður heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1. Beata Zawrzel/NurPhoto via Getty Images Þrátt fyrir að enn séu átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eftir af tímabilinu í Formúlu 1 er nú þegar orðið nokkuð ljóst hvaða lið og hvaða ökumaður mun tryggja sér heimsmeistaratitlana tvo sem í boði eru. Red Bull-liðið, með þá Max Verstappen og Sergio Perez innanborðs, getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða strax um næstu helgi þegar kappt verður í Singapúr. Liðið ber höfuð og herðar yfir önnur lið á tímabilinu og hefur unnið allar keppnir ársins hingað til. Þar fer Hollendingurinn og tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fremstur í flokki, en hann hefur unnið tólf af fjórtán keppnum tímabilsins, en liðfélagi hans, Sergio Perez, hefur unnið tvær. Red Bull er því með 310 stiga forskot á Mercedes sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni bílasmiða nú þegar átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eru eftir af tímabilinu. Red Bull er með 583 stig, en Mercedes aðeins 273 stig. Það þýðir að Red Bull-liðið getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða nú strax um helgina. Til þess að það gerist þurfa þeir Verstappen og Perez að koma í mark í fyrsta og öðru sæti og treysta svo á mistök hjá Mercedes-mönnunum Lewis Hamilton og George Russell. Ef Mercedes-liðinu mistekst að ná í stig um helgina, og Red Bull tekur 1. og 2. sæti, er Red Bull heimsmeistari. Red Bull-liðið getur einnig orðið heimsmeistari ef Mercedes fær aðeins eitt stig á sama tíma og Verstappen og Perez taka 1. og 2. sæti og annar þeirra nær hraðasta hring. Here's how Red Bull can win the Constructors' Championship this weekend in Singapore 🏆#SingaporeGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/v2fPekMA7F— Formula 1 (@F1) September 12, 2023 Þá styttist einnig í að Max Verstappen geti klárað sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð og þann þriðja á ferlinum. Hollendingurinn er með 145 stiga forskot á liðsfélaga sinn sem situr í öðru sæti, en hann getur í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í Japan þarnæstu helgi með því að ná að minnsta kosti 180 stiga forskoti. Miðað við meðaltal stiga á tímabilinu er þó líklegast að Max Verstappen verði krýndur heimsmeistari í Katar þann 8. október, að því gefnu að hann verði þá með að minnsta kosti 146 stiga forskot að sprettkeppni og keppni lokinni. Akstursíþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Red Bull-liðið, með þá Max Verstappen og Sergio Perez innanborðs, getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða strax um næstu helgi þegar kappt verður í Singapúr. Liðið ber höfuð og herðar yfir önnur lið á tímabilinu og hefur unnið allar keppnir ársins hingað til. Þar fer Hollendingurinn og tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fremstur í flokki, en hann hefur unnið tólf af fjórtán keppnum tímabilsins, en liðfélagi hans, Sergio Perez, hefur unnið tvær. Red Bull er því með 310 stiga forskot á Mercedes sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni bílasmiða nú þegar átta keppnir og þrjár sprettkeppnir eru eftir af tímabilinu. Red Bull er með 583 stig, en Mercedes aðeins 273 stig. Það þýðir að Red Bull-liðið getur tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða nú strax um helgina. Til þess að það gerist þurfa þeir Verstappen og Perez að koma í mark í fyrsta og öðru sæti og treysta svo á mistök hjá Mercedes-mönnunum Lewis Hamilton og George Russell. Ef Mercedes-liðinu mistekst að ná í stig um helgina, og Red Bull tekur 1. og 2. sæti, er Red Bull heimsmeistari. Red Bull-liðið getur einnig orðið heimsmeistari ef Mercedes fær aðeins eitt stig á sama tíma og Verstappen og Perez taka 1. og 2. sæti og annar þeirra nær hraðasta hring. Here's how Red Bull can win the Constructors' Championship this weekend in Singapore 🏆#SingaporeGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/v2fPekMA7F— Formula 1 (@F1) September 12, 2023 Þá styttist einnig í að Max Verstappen geti klárað sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð og þann þriðja á ferlinum. Hollendingurinn er með 145 stiga forskot á liðsfélaga sinn sem situr í öðru sæti, en hann getur í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í Japan þarnæstu helgi með því að ná að minnsta kosti 180 stiga forskoti. Miðað við meðaltal stiga á tímabilinu er þó líklegast að Max Verstappen verði krýndur heimsmeistari í Katar þann 8. október, að því gefnu að hann verði þá með að minnsta kosti 146 stiga forskot að sprettkeppni og keppni lokinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira