West Ham útilokar ekki að sækja félagslausan Lingard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 11:00 Jesse Lingard átti frábært tímabil með West Ham er hann gekk til liðs við félagið á láni árið 2021. Justin Tallis - Pool/Getty Images Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað fyrir tæpum tveimur vikum síðan berast enn fréttir af mögulegum félagsskiptum leikmanna. Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira