England lagði Skotland 3-1 af velli í afmælisvináttuleik. Phil Foden kom Englendingum yfir með marki á 32. mínútu. Jude Bellingham hélt áfram að láta ljós sitt skína, skoraði annað markið og lagði svo upp á Harry Kane.
Á undankeppni EM fóru svo alls 9 leikir fram í kvöld. Í A riðli vann Spánn 6-0 sigur á Kýpur og Noregur sigraði Georgíu 2-0. Skotar sitja enn á toppi riðilsins með fullt hús stiga.
Ítalía vann Úkraínu 2-1 eftir vonbrigða jafntefli gegn N-Makedóníu á laugardaginn. Makedónarnir unnu Möltu 2-0 í hinum leik C-riðils.
Belgar unnu svo 5-0 stórsigur gegn Eistlandi og Austurríki lögðu Svíþjóð að velli, 3-1. Belgar og Austurríkismenn sitja jafnir á toppi F-riðils með 13 stig.
Ísrael tókst að tryggja sér sigur gegn Belarús með marki í uppbótartíma og koma sér upp í 2. sæti I-riðils. Sviss situr enn á toppnum en þeir unnu 3-0 sigur gegn Andorra.