„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 23:30 Kári Árnason fór yfir varnarleik Íslands gegn Lúxemborg. Vísir Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira
Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira