„Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:42 Guðlaugur Victor Pálsson var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðlaugur Victor Pálsson tók fulla ábyrgð eftir tap Íslands gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði frammistöðuna ekki hafa verið boðlega og sagði að liðið yrði af læra af mistökum sínum. „Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira
„Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira