Mason Greenwood snýr aftur í heim tölvuleikjanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2023 17:31 Mason Greenwood var kynntur inn á dögunum sem nýr leikmaður Getafe. Skjáskot Aðdáendur fótboltatölvuleiksins sívinsæla, Football Manager, bíða enn frétta um hvenær næsta útgafa leiksins kemur út. En þeir hafa fengið það staðfest að Mason Greenwood mun snúa aftur til leiksins eftir að hafa skrifað undir lánssamning við Getafe á dögunum. Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og leikmaðurinn fór á láni frá Manchester United til Getafe í von um að endurvekja knattspyrnuferilinn. Í kjölfar handtökunnar var Greenwood fjarlægður úr tölvuleiknum FM en snýr nú aftur í næstu uppfærslu. The Athletic greinir frá yfirlýsingu Sports Interactive, framleiðanda leiksins, varðandi mál hans: „Leikmenn eða þjálfarar í ótímabundnu banni frá knattspyrnuiðkun, sama hver ástæðan er, verða fjarlægður úr leiknum. Að banninu loknu verður aðilinn færður aftur inn í leikinn í næstu uppfærslu.“ EA Sports sem gefur út tölvuleikinn EASFC 24, staðgengil FIFA leikjanna vinsælu, sagðist ætla að gefa út yfirlýsingu um hans mál á næstu misserum. Ákvörðun Manchester United að slíta ekki samningi Greenwood við félagið hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum stuðningsmönnum félagsins. Félagið kaus að lána hann út og því er enn möguleiki á því að leikmaðurinn spili aftur fyrir Manchester United. Í 129 leikjum fyrir félagið skoraði Greenwood 35 mörk en hann hefur ekki spilað leik síðan 22. janúar 2022. Talið er líklegt að hann snúi aftur á völlinn eftir landsleikjahlé þegar Getafe tekur á móti Osasuna þann 17. september. Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og leikmaðurinn fór á láni frá Manchester United til Getafe í von um að endurvekja knattspyrnuferilinn. Í kjölfar handtökunnar var Greenwood fjarlægður úr tölvuleiknum FM en snýr nú aftur í næstu uppfærslu. The Athletic greinir frá yfirlýsingu Sports Interactive, framleiðanda leiksins, varðandi mál hans: „Leikmenn eða þjálfarar í ótímabundnu banni frá knattspyrnuiðkun, sama hver ástæðan er, verða fjarlægður úr leiknum. Að banninu loknu verður aðilinn færður aftur inn í leikinn í næstu uppfærslu.“ EA Sports sem gefur út tölvuleikinn EASFC 24, staðgengil FIFA leikjanna vinsælu, sagðist ætla að gefa út yfirlýsingu um hans mál á næstu misserum. Ákvörðun Manchester United að slíta ekki samningi Greenwood við félagið hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum stuðningsmönnum félagsins. Félagið kaus að lána hann út og því er enn möguleiki á því að leikmaðurinn spili aftur fyrir Manchester United. Í 129 leikjum fyrir félagið skoraði Greenwood 35 mörk en hann hefur ekki spilað leik síðan 22. janúar 2022. Talið er líklegt að hann snúi aftur á völlinn eftir landsleikjahlé þegar Getafe tekur á móti Osasuna þann 17. september.
Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira