Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og það í opinni dagskrá.
Jóhann segir að völlurinn sé virkilega flottur sem spilað verður á í kvöld. Stade de Luxemborg sem tekur um tíu þúsund manns í sæti en framkvæmdir á vellinum luku árið 2021 þegar hann var opnaður og því er hann svo gott sem glænýr.
„Maður er í raun afbrýðisamur út í völlinn. Laugardalsvöllurinn er sjarmerandi og allt það en hérna er allt upp á tíu eins og þú sérð,“ segir Jóhann Berg og heldur áfram.
„Við ætlum að reyna sækja svolítið á þá í leiknum og ætlum sýna þeim hversu góðir í fótbolta við erum. En auðvitað þurfum við líka að halda markinu hreinu og mér fannst svona Portúgals leikurinn sýna það að við getum verið mjög góðir varnarlega. Við þurfum að hafa góðan balans í því að geta sótt en varist á sama tíma.“