Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:45 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður Vísir/Samsett mynd Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira