„Væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum farið á annað stórmót“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í leiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót. Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira