Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Íris Hauksdóttir skrifar 7. september 2023 12:32 Nýliðinn Jón Jónsson gengur til liðs við þaulreynda uppistandara. aðsend Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“ Grín og gaman Uppistand Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“
Grín og gaman Uppistand Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira