Potter er aðeins 17 ára gömul og skrifaði í gær undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Chelsea. Hún varð þar með yngsta konan til að srifa undir atvinnumannasamning á Englandi, en hún hefur verið hjá félaginu síðan hún var átta ára gömul.
„Þetta er draumur að rætast fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Potter í samtali við heimasíðu Chelsea. „Ég er ótrúlega þakklát og spennt fyrir framtíðinni.“
Potter hefur leikið stórt hlutverk með yngri liðum Chelsea undanfarin ár og átti stóran þátt í sigri U16 ára liðs félagsins í FA-bikarkeppni unglinga þar sem liðið sigraði Manchester United í úrslitum tímabilið 2022-2023.
Þá var hún fyrirliði U17 ára liðs Englands sem komst alla leið í undanúrslit EM sem haldið var í Eistlandi í sumar.