Hætta við að selja Man United og bíða eftir billjónaboði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 11:01 Joel og Avram Glazer virðast vera hættir við að selja Manchester United í bili. EPA/JUSTIN LANE Svo virðist sem Glazer-fjölskyldan, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, sé hætt við að selja félagið í bili og vilji fá umtalsvert meira fyrir félagið en áður var talið. Glazer-fjölskyldan sagði frá því í nóvember á síðasta ári að hún væri reiðubúin að selja félagið og að hlustað yrði á tilboð. Tvö tilboð bárust sem hægt var að taka mark á þar sem Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani bauðst til að kaupa félagið í heild sinni og Sir Jim Ratcliffe vildi verða meirihlutaeigandi. Báðir aðilar fóru í gegnum margar umferðir af tilboðum, en fátt var um svör frá Glazer-fjölskyldunni um hvar þeir stæðu í ferlinu. Nú greinir breski miðillinn The Daili Mail hins vegar frá því að Glazer-fjölskyldan sé hætt við að selja félagið, að minnsta kosti í bili. Ástæða þess er að Glazer-fjölskyldan ætlar sér að reyna aftur árið 2025 að selja félagið samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail. Þá vonast Glazer-fjölskyldan eftir því að efnahag- og umhverfisþættir muni laða fleiri mögulega kaupendur að. Glazer-fjölskyldan vonast einnig eftir því að fá hærra verð fyrir United. Talið er að Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani hafi boðið um fimm milljaðra punda í félagið, en Glazer-fjölskyldan telur sig geta fengið frá sjö til tíu milljarða punda árið 2025. Tíu milljarðar punda samsvara tæpum 1,7 billjón króna, eða 1.647 milljörðum. 🚨 BREAKING: Manchester United will be taken OFF the market by the Glazer family after bidders have failed to reach their asking price... ❌The Glazer’s are holding out for £10 BILLION for the club. 💰 (Source: @MailSport) pic.twitter.com/eyGKDNX6ig— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Glazer-fjölskyldan sagði frá því í nóvember á síðasta ári að hún væri reiðubúin að selja félagið og að hlustað yrði á tilboð. Tvö tilboð bárust sem hægt var að taka mark á þar sem Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani bauðst til að kaupa félagið í heild sinni og Sir Jim Ratcliffe vildi verða meirihlutaeigandi. Báðir aðilar fóru í gegnum margar umferðir af tilboðum, en fátt var um svör frá Glazer-fjölskyldunni um hvar þeir stæðu í ferlinu. Nú greinir breski miðillinn The Daili Mail hins vegar frá því að Glazer-fjölskyldan sé hætt við að selja félagið, að minnsta kosti í bili. Ástæða þess er að Glazer-fjölskyldan ætlar sér að reyna aftur árið 2025 að selja félagið samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail. Þá vonast Glazer-fjölskyldan eftir því að efnahag- og umhverfisþættir muni laða fleiri mögulega kaupendur að. Glazer-fjölskyldan vonast einnig eftir því að fá hærra verð fyrir United. Talið er að Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani hafi boðið um fimm milljaðra punda í félagið, en Glazer-fjölskyldan telur sig geta fengið frá sjö til tíu milljarða punda árið 2025. Tíu milljarðar punda samsvara tæpum 1,7 billjón króna, eða 1.647 milljörðum. 🚨 BREAKING: Manchester United will be taken OFF the market by the Glazer family after bidders have failed to reach their asking price... ❌The Glazer’s are holding out for £10 BILLION for the club. 💰 (Source: @MailSport) pic.twitter.com/eyGKDNX6ig— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira