Sainz á ráspól í ítalska kappakstrinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 15:31 Carlos Sainz verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á morgun. Vísir/Getty Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar ljósin slökkna og farið verður af stað í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar. Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari. Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc. Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn. Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti. CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi— Formula 1 (@F1) September 2, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari. Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc. Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn. Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti. CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi— Formula 1 (@F1) September 2, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira