Greenwood hefur ekkert leikið knattspyrnu eftir að hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar.
Eftir að mál hans var látið niður falla biðu margir eftir fregnum af því hvort hann myndi snúa aftur í lið Manchester United. Félagið tók hins vegar ákvörðun um það að hann myndi ekki snúa aftur og er hann nú farinn á láni til Getafe í spænsku úrvalsdeildinni.
Mason Greenwood to Getafe, deal now sealed and signed! Manchester United and player give final green light 🔵🤝🏻
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2023
Deal with Lazio collapsed, Getafe sign Greenwood. 🏴 pic.twitter.com/bD9U6n5heJ
Greenwood, sem enn er aðeins 21 árs gamall, hefur leikið 83 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og skorað í þeim 22 mörk. Þá á hann að baki einn leik fyrir enska landsliðið.