Septemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér að springa, helst einn með sjálfum þér Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Þér finnst kannski eins og þú sért búinn að skuldbinda þig um of, að þú sért búinn að falla í eitthvað far sem þú bjóst ekki við að yrði raunin. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Þetta er allt saman skrifað í skýin sem þú ert að gera núna, svo láttu það ekki pirra þig í eina mínútu. Haltu áfram án þess að hika og hentu út kærleikanum eins og þú værir að gefa öndunum brauð. Þú hefur þróað þann eiginleika með þér að taka því sem er að þér rétt með stóískri ró. En það kemur samt alltaf það tímabil í lífi þínu þar sem að þú springur, þegar að dropinn fyllir mælinn. Leyfðu þér að springa, helst þá einn með sjálfum þér. Þú munt þakka þér fyrir það seinna að hafa ekki sagt þau orð sem þig langaði að segja. Þú ert að spá og spekúlera í sambandi við vinnu, hvort þú eigir að skipta, hvert þú átt að fara, eða hvernig þú átt að þróa. Þú ert svo mikið tengdur svo mörgum sterkum aðilum sem koma úr fortíðinni, og þú hefur þekkt og unnið fyrir á einhvern máta. Þú færð annað hvort tilboð og ef þú finnur skýrt já strax, þá skaltu ekki endurskoða það. Því eftir því sem þú spáir og pælir meira í því sem á að gera, þá missir þú sjónar á því sem þarf. Ekki fresta neinu, kláraðu málin, gerðu það strax, þá verða þau auðveld. Það er alveg sama hvort þú hafir áhyggjur af peningum eður ei, það reddast alltaf allt - þó á síðustu mínútum verði. Ef þú ætlar að fjárfesta í húsi eða einhverju þesskonar, þá er það ekki húsið sem skiptir máli heldur staðsetningin. Þó að merkið þitt sé steingeit, þá var í fornum táknið þitt efri hluti steingeit og neðri hlutinn er tákn fisks. Þetta er það sem að gerir þig að svo sterku afli sem að er bæði fyrir sjó og land. Það er EKKERT sem þú getur ekki sigrað. En þú þarft að leyfa þér að taka sopa af kæruleysi og taka ekki inn í sálu þína þegar að þínir nánustu eiga um sárt að binda, eða einhver fellur frá. Þá verðurðu að muna það að segja, ég er sterkur eða ég er sterk - eins oft og þú þarft. Guð var spurður í biblíunni, hvað heitir þú? Hann svaraði: Ég heiti „Ég er.“ Svo hvort sem þú segir „ég er óheppinn“ eða „ég er heppin,“ þá er það þín staðreynd þar sem þú kallar það yfir þig. Knús og kossar Sigga Kling Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Þetta er allt saman skrifað í skýin sem þú ert að gera núna, svo láttu það ekki pirra þig í eina mínútu. Haltu áfram án þess að hika og hentu út kærleikanum eins og þú værir að gefa öndunum brauð. Þú hefur þróað þann eiginleika með þér að taka því sem er að þér rétt með stóískri ró. En það kemur samt alltaf það tímabil í lífi þínu þar sem að þú springur, þegar að dropinn fyllir mælinn. Leyfðu þér að springa, helst þá einn með sjálfum þér. Þú munt þakka þér fyrir það seinna að hafa ekki sagt þau orð sem þig langaði að segja. Þú ert að spá og spekúlera í sambandi við vinnu, hvort þú eigir að skipta, hvert þú átt að fara, eða hvernig þú átt að þróa. Þú ert svo mikið tengdur svo mörgum sterkum aðilum sem koma úr fortíðinni, og þú hefur þekkt og unnið fyrir á einhvern máta. Þú færð annað hvort tilboð og ef þú finnur skýrt já strax, þá skaltu ekki endurskoða það. Því eftir því sem þú spáir og pælir meira í því sem á að gera, þá missir þú sjónar á því sem þarf. Ekki fresta neinu, kláraðu málin, gerðu það strax, þá verða þau auðveld. Það er alveg sama hvort þú hafir áhyggjur af peningum eður ei, það reddast alltaf allt - þó á síðustu mínútum verði. Ef þú ætlar að fjárfesta í húsi eða einhverju þesskonar, þá er það ekki húsið sem skiptir máli heldur staðsetningin. Þó að merkið þitt sé steingeit, þá var í fornum táknið þitt efri hluti steingeit og neðri hlutinn er tákn fisks. Þetta er það sem að gerir þig að svo sterku afli sem að er bæði fyrir sjó og land. Það er EKKERT sem þú getur ekki sigrað. En þú þarft að leyfa þér að taka sopa af kæruleysi og taka ekki inn í sálu þína þegar að þínir nánustu eiga um sárt að binda, eða einhver fellur frá. Þá verðurðu að muna það að segja, ég er sterkur eða ég er sterk - eins oft og þú þarft. Guð var spurður í biblíunni, hvað heitir þú? Hann svaraði: Ég heiti „Ég er.“ Svo hvort sem þú segir „ég er óheppinn“ eða „ég er heppin,“ þá er það þín staðreynd þar sem þú kallar það yfir þig. Knús og kossar Sigga Kling Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira