Septemberspá Siggu Kling: Haltu aftur af hvatvísi þinni Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku ljónið mitt. Þú ert að mörgu leyti kominn á betri stað en þú varst fyrir mánuði. Þú veist hvernig þú getur unnið með sjálfan þig á þessum punkti og þú hefur meiri sjálfstraust og sjálfsstjórn en áður. Þú nærð að finna þessa uppljómun sem er í þér og það er líka í þér kraftur til að magna upp þessa uppljómun. Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira