Septemberspá Siggu Kling: Æfingin skapar meistarann Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku Hrúturinn minn. Þín magnaða pláneta mars, gefur þér allan þann kraft sem þú þarft til að vera duglegur á öllum sviðum. Oft köllum við plánetuna Mars rauðu plánetuna, og það er eldsorkan sem mun fylgja þér út haustið. Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl. Það táknar að þú munt vaða eld og brennistein til að ná takmarki þínu.Þinn uppáhalds tími er að byrja. Það verður nóg að gera fyrir þig og hafsjór af tækifærum, ef þú hefur áhuga á að stíga skrefi lengra en þú þarft. Það er oft sagt við íþróttamenn að æfingin skapar meistarann, en ég vil segja við þig að það er aukaæfingin sem skapar meistarann í þér. Ekki hugsa í eina mínútu að þú sért í keppni við einhvern annan, sem er í svipaðri eða betri aðstöðu en þú ert í. Því orkan þín, sem einstaklings, mun þrífast tvöfalt betur en undanfarna þrjá mánuði. Breytinga er að vænta hjá þér þann 31. ágúst, því að þá er fullt tungl í fiskamerkinu. Samkvæmt gömlu lögmáli tengist fiskamerkið fótunum og þú, sem ert hinn mikli hugsuður, sérð betur að það er hægt að hlaupa á tvöfalt meiri hraða í átt að takmarkinu eða draumunum sem þú jafnvel ekki veist um að þú hafir. Eitthvað, sem þú baðst alheimsorkuna um að myndi gerast hjá þér, er að svífa inn í sálina þína. Taktu eftir því að það er eins og allt sé að breytast í kring um þig. Þú sleppir öllum fordómum og býður fólki að nálgast þig og verða vinir þínir, ástmenn eða konur. Þú velur þér aðrar týpur til að dansa diskó lífsins með. Þessi ákefð í lífið, sem að þú finnur, er smitandi og þú ert mikill snillingur til að hvetja aðra til dáða. Því að þú trúir því einlægt, statt og stöðugt að ALLIR geti náð því takmarki sem þeir sækjast eftir. Vegna þess að þú ert svona innrættur, þá færðu það margfalt til baka sem þú ert búinn að breiða í kring um þig. Undirbúðu þig vel fyrir fyrstu vikuna í september, í kring um 21. september verður þú hissa, því þá gerast hlutir í lífi þínu sem að eiga eftir að hafa mikil áhrif á þig. Þú ert elskaður. Knús og kossar Sigga Kling Marlon Brando, leikari, 3. apríl Eddie Murphy, leikari, 3. apríl Robert Downey Jr., leikari, 4. apríl Heath Ledger, leikari, 4. apríl Jackie Chan, leikari 7. apríl Thomas Jefferson, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 13. apríl Emma Watson, leikkona, 15. apríl Charlie Chaplin, grínisti, 16. apríl Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl. Það táknar að þú munt vaða eld og brennistein til að ná takmarki þínu.Þinn uppáhalds tími er að byrja. Það verður nóg að gera fyrir þig og hafsjór af tækifærum, ef þú hefur áhuga á að stíga skrefi lengra en þú þarft. Það er oft sagt við íþróttamenn að æfingin skapar meistarann, en ég vil segja við þig að það er aukaæfingin sem skapar meistarann í þér. Ekki hugsa í eina mínútu að þú sért í keppni við einhvern annan, sem er í svipaðri eða betri aðstöðu en þú ert í. Því orkan þín, sem einstaklings, mun þrífast tvöfalt betur en undanfarna þrjá mánuði. Breytinga er að vænta hjá þér þann 31. ágúst, því að þá er fullt tungl í fiskamerkinu. Samkvæmt gömlu lögmáli tengist fiskamerkið fótunum og þú, sem ert hinn mikli hugsuður, sérð betur að það er hægt að hlaupa á tvöfalt meiri hraða í átt að takmarkinu eða draumunum sem þú jafnvel ekki veist um að þú hafir. Eitthvað, sem þú baðst alheimsorkuna um að myndi gerast hjá þér, er að svífa inn í sálina þína. Taktu eftir því að það er eins og allt sé að breytast í kring um þig. Þú sleppir öllum fordómum og býður fólki að nálgast þig og verða vinir þínir, ástmenn eða konur. Þú velur þér aðrar týpur til að dansa diskó lífsins með. Þessi ákefð í lífið, sem að þú finnur, er smitandi og þú ert mikill snillingur til að hvetja aðra til dáða. Því að þú trúir því einlægt, statt og stöðugt að ALLIR geti náð því takmarki sem þeir sækjast eftir. Vegna þess að þú ert svona innrættur, þá færðu það margfalt til baka sem þú ert búinn að breiða í kring um þig. Undirbúðu þig vel fyrir fyrstu vikuna í september, í kring um 21. september verður þú hissa, því þá gerast hlutir í lífi þínu sem að eiga eftir að hafa mikil áhrif á þig. Þú ert elskaður. Knús og kossar Sigga Kling Marlon Brando, leikari, 3. apríl Eddie Murphy, leikari, 3. apríl Robert Downey Jr., leikari, 4. apríl Heath Ledger, leikari, 4. apríl Jackie Chan, leikari 7. apríl Thomas Jefferson, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 13. apríl Emma Watson, leikkona, 15. apríl Charlie Chaplin, grínisti, 16. apríl
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira