Hamilton hjá Mercedes út árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:18 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 er ekki á förum frá Mercedes né Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur skrifað undir nýjan samning við Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023
Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira