„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 11:31 Mishu og Hxffi voru að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Elska allt. Skjáskot úr myndbandi „Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Elska allt - Mishu & Hxffi „Með tilkomu láréttra fjölmiðla urðu tónlistarmyndbönd munaðarvara. Z kynslóðin fékk ekkert meira en smjörþefinn af túbusjónvörpum og PoppTV. Það var ákveðinn sjarmi í því að sjá Britney í sjónvarpinu. Litadýrð og glæsibragur var eitthvað sem þú gast bara ekki sleppt. Þú gast jafnvel kortlagt tónlistarmenn út frá litapalletum og tískustefnum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu. Nýir tímar kalla á nýja list „Listræn útrás og expressionismi á sér ekki bara stað í hljóðheimum heldur hefur þetta alltaf verið heildræn upplifun. Jenny hefði aldrei gert blokkina kúl ef það væri ekki fyrir kroppaða toppa og MTV hjálpaði ungdóminum að hefja leitina að sjálfum sér á stílrænan hátt og jafnvel hugmyndafræðilegan líka. Þriðja bylgja íslenskrar rapp tónlistar var ennþá að verða fyrir áhrifum kaliforníkeringu og linnulausrar efnishyggju. Það er ekki að segja að upphafning kapítalískra gilda sé ekki listræn tjáning líka en nýir tímar kalla á nýja list. Tónlistarmyndbönd þurfa ekki að líta út eins og auglýsingar fyrir bílaumboð eða bandaríska stórkjarna lengur. Hyperpop tónlist hefur í eðli sínu alltaf hafnað táknrænum goðum og fagnað hinseginleikanum.“ Mishu og Haffi unnu myndbandið með Vigdísi Howser og Kristjáni Erni en myndbandið er fjöllistaverkefni.Aðsend Endurkoma inn í íslensku tónlistarsenuna Mishu og Haffi segja að það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun að fá Vigdísi Howser til að leikstýra og framleiða þetta svokallaða samstarfs fjöllistaverkefni. Móðir Mishu kenndi Vigdísi Kynjafræði í Háskóla Íslands og við fyrstu kynni Mishu og Vigdísar segja þau að það hafi strax verið borðleggjandi að endurkoma Vigdísar inn í íslensku tónlistarsenuna kæmi með pomp og prakt. „Júlía Grunvalt sem er helmingurinn af Bling and Jewelz kom að stílíseringunni með okkur og það var mjög meðvituð ákvörðun hjá okkur að fara frekar í Spúútnik og styðja við vistvæn hagkerfi en að kaupa bara nýtt, nýtt, nýtt. Þess má líka geta að bómullin undir Berlínarkenndum netabolum sem við klæðumst er handmálaður af Mishu.“ Netabolurinn fullkomnaði lúkkið að sögn teymisins. Skjáskot úr myndbandi „Stærsta lygi samtímans“ Teymið segir að tónlistin og textasmíðin geti skorað á hlustandann sjálfan. „Elska Allt er í sjálfu sér um stærstu vestrænu lygina sem að við lifum stanslaust í, ameríski draumurinn síendurtekinn og mataður ofan í okkur á silfurhúðuðum platta. Kaldhæðnin liggur í sjálfu sér í stærstu lygi samtímans, að við getum sigra að valdaójafnvægi og stéttabaráttuna með tæmandi vinnusemi og dugnaði almúgans. „Heimurinn er þinn en samt ekki“ er hugsun sem hefur bergmálað inn í mér frá barnæsku, ég held að það deili margir sömu upplifun og þess vegna hef ég alltaf heillast af því að vinna með og kynna mér málefni jaðarsettra hópa. Við vildum bara miðla því að það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla.“ Listafólkið vill minna á að það sé ást í loftinu og pláss fyrir alla. Aðsend Hér má sjá Mishu og Hxffa á Youtube. Tónlist Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Elska allt - Mishu & Hxffi „Með tilkomu láréttra fjölmiðla urðu tónlistarmyndbönd munaðarvara. Z kynslóðin fékk ekkert meira en smjörþefinn af túbusjónvörpum og PoppTV. Það var ákveðinn sjarmi í því að sjá Britney í sjónvarpinu. Litadýrð og glæsibragur var eitthvað sem þú gast bara ekki sleppt. Þú gast jafnvel kortlagt tónlistarmenn út frá litapalletum og tískustefnum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu. Nýir tímar kalla á nýja list „Listræn útrás og expressionismi á sér ekki bara stað í hljóðheimum heldur hefur þetta alltaf verið heildræn upplifun. Jenny hefði aldrei gert blokkina kúl ef það væri ekki fyrir kroppaða toppa og MTV hjálpaði ungdóminum að hefja leitina að sjálfum sér á stílrænan hátt og jafnvel hugmyndafræðilegan líka. Þriðja bylgja íslenskrar rapp tónlistar var ennþá að verða fyrir áhrifum kaliforníkeringu og linnulausrar efnishyggju. Það er ekki að segja að upphafning kapítalískra gilda sé ekki listræn tjáning líka en nýir tímar kalla á nýja list. Tónlistarmyndbönd þurfa ekki að líta út eins og auglýsingar fyrir bílaumboð eða bandaríska stórkjarna lengur. Hyperpop tónlist hefur í eðli sínu alltaf hafnað táknrænum goðum og fagnað hinseginleikanum.“ Mishu og Haffi unnu myndbandið með Vigdísi Howser og Kristjáni Erni en myndbandið er fjöllistaverkefni.Aðsend Endurkoma inn í íslensku tónlistarsenuna Mishu og Haffi segja að það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun að fá Vigdísi Howser til að leikstýra og framleiða þetta svokallaða samstarfs fjöllistaverkefni. Móðir Mishu kenndi Vigdísi Kynjafræði í Háskóla Íslands og við fyrstu kynni Mishu og Vigdísar segja þau að það hafi strax verið borðleggjandi að endurkoma Vigdísar inn í íslensku tónlistarsenuna kæmi með pomp og prakt. „Júlía Grunvalt sem er helmingurinn af Bling and Jewelz kom að stílíseringunni með okkur og það var mjög meðvituð ákvörðun hjá okkur að fara frekar í Spúútnik og styðja við vistvæn hagkerfi en að kaupa bara nýtt, nýtt, nýtt. Þess má líka geta að bómullin undir Berlínarkenndum netabolum sem við klæðumst er handmálaður af Mishu.“ Netabolurinn fullkomnaði lúkkið að sögn teymisins. Skjáskot úr myndbandi „Stærsta lygi samtímans“ Teymið segir að tónlistin og textasmíðin geti skorað á hlustandann sjálfan. „Elska Allt er í sjálfu sér um stærstu vestrænu lygina sem að við lifum stanslaust í, ameríski draumurinn síendurtekinn og mataður ofan í okkur á silfurhúðuðum platta. Kaldhæðnin liggur í sjálfu sér í stærstu lygi samtímans, að við getum sigra að valdaójafnvægi og stéttabaráttuna með tæmandi vinnusemi og dugnaði almúgans. „Heimurinn er þinn en samt ekki“ er hugsun sem hefur bergmálað inn í mér frá barnæsku, ég held að það deili margir sömu upplifun og þess vegna hef ég alltaf heillast af því að vinna með og kynna mér málefni jaðarsettra hópa. Við vildum bara miðla því að það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla.“ Listafólkið vill minna á að það sé ást í loftinu og pláss fyrir alla. Aðsend Hér má sjá Mishu og Hxffa á Youtube.
Tónlist Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira