Beckham var í fríi í Króatíu þar sem hann sást á fundi með Luka Modric, leikmanni Real Madrid. Eðlilega hafa því sögusagnir um mögulega komu Króatans til Inter Miami farið á kreik.
Luka Modri with David Beckham yesterday. pic.twitter.com/pnpvQ7pqNP
— Madrid Xtra (@MadridXtra) August 28, 2023
Modric hefur ekki verið í byrjunarliði Real Madrid í fyrstu þremur leikjum liðsins í spænsku úrvalsdeildinni og hefur verið orðaður við brotthvarf frá félaginu sem hann hefur leikið með frá 2012.
Lionel Messi, Sergio Busquets og Jordi Alba, fyrrverandi leikmenn Barcelona, eru komnir saman hjá Inter Miami og gengi liðsins hefur tekið stakkaskiptum eftir komu þeirra.