Sjáðu mörkin: Valur nálgast titilinn og fallið blasir við Selfyssingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Valskonur eru komnar með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn. Visir/Diego Síðasta umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu fyrir tvískiptingu deildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Valskonur eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en Selfyssingar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni. Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Besta deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan 4-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í Val yfir á 22. mínútu leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir jafnaði metin fyrir Keflvíkinga stuttu síðar úr vítaspyrnu, en mörk frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í síðari hálfleik tryggðu sigur Valskvenna. Valur er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Keflavík situr í næst neðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti þegar úrslitakeppnin tekur við. Klippa: Mörkin úr leik Vals og Keflavíkur Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn Selfyssingum þar sem öll mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom Garðbæingum yfir snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir bætti tveimur mörkum við og innsiglaði sigurinn. Stjörnukonur eru því enn með í baráttunni um annað sæti deildarinnar við Breiðablik og fer liðið með 29 stig inn í úrslitakeppnina. Selfyssingar sitja hins vegar sem fastast á botninum með 11 stig og dugir ekkert minna en þrír sigrar í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Selfoss Þá vann Þróttur sterkan 4-2 sigur gegn Breiðabliki í Laugardalnum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 25. mínútu leiksins, en tvö mörk frá Sæunni Björnsdóttur sáu til þess að heimakonur fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Birta var svo aftur á ferðinni þegar hún jafnaði metin fyrir Blika eftir klukkutíma leik, en Elín Metta Jensen endurheimti forystu Þróttar stuttu síðar með sínu fyrsta marki eftir endurkomu hennar í boltann áður en Katla Tryggvadóttir tryggði heimakonum sigurinn með marki á 88. mínútu. Þróttur er því enn með í baráttunni um 2.-6. sæti deildarinnar með 28 stig þegar úrslitakeppnin hefst, en Blikar, sem sitja í öðru sæti með 34 stig, eru án sigurs í síðustu þremur leikjum og þurfa að fara að passa sig ef liðið ætlar ekki að missa lið á borð við Þrótt, Stjörnuna og FH fram úr sér. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Nýliðar FH unnu mikilvægan 0-2 útisigur er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Shaina Ashouri sáu um markaskorun gestanna í síðari hálfleik og nýliðar FH standa því vel að vígi fyrir lokasprettinn. FH-ingar eru með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar og geta vel ógnað Breiðabliki, Stjörnunni og Þrótti í baráttunni um annað sæti. Eyjakonur sitja hins vegar í áttunda sæti með 18 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og FH Að lokum gerðu Tindastóll og Þór/KA markalaust jafntefli í norðurlandsslag gærdagsins. Þór/KA situr í sjötta sæti með 26 stig og heldur því í liðin fyrir ofan sig í þéttum pakka efri hluta deildarinnar. Stólarnir þurfa hins vegar enn að berjast við falldrauginn, enda er liðið aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Besta deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira