Pulisic sjóðandi heitur en Mourinho mátti sætta sig við tap Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:00 Christian Pulisic kom AC MIlan á bragðið í leiknum í kvöld með sínu öðru marki í jafnmörgum leikjum. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. AC Milan vann góðan sigur á heimavelli en lærisveinar Jose Mourinho í Roma fóru fýluferð til Verona. Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira