Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll 0 - Þór/KA 0 | Allt jafn í Norðurlandsslagnum Arnar Skúli Atlason skrifar 27. ágúst 2023 17:08 vísir/hulda margrét Tindastóll þurfti á stigum að halda í botnbaráttunni á meðan Þór/KA siglir lygnan sjó í Bestu deild kvenna. Niðurstaðan markalaust jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið. Það var frábært verður á Sauðárkróki í dag þegar lið Tindastóls og Þór/KA mættust í 18. umferð Bestu deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar en Þór/KA sat í 6. sæti ásamt tveimur öðrum liðum. Tindastóll byrjaði leikinn betur og það var Aldís María Jóhannsdóttir sem átti fyrsta skot leiksins en það var beint á Melissa Lowder í marki Þór/KA. Tveimur mínútum seinna var Tindastóll aftur á ferðinni þegar Beatriz Salas vann boltann á miðjunni og rauk af stað í átt að marki Þór/KA. Með marga möguleika í kringum sig tók hún þá ákvörðun að láta vaða af 30 metra færi en Lowder átti ekki vandræðum með það. Fyrsta dauðafæri leiksins leit dagsins ljóns á sjöttu mínútu leiksins þegar Sandra María Jessen slapp í gegn eftir sendingu úr vörn Þór/KA en Monica Wilhelm kom út úr marki Tindastóls og varði skot Söndru mjög vel. Þór/KA voru sterkari eftir þetta og stjórnuðu leiknum vel, Tindastóll skipulagðar í vörninni og Þór/KA átti erfitt með að opna vörnina. Á 27. Mínútu leiksins datt Aldís María í gegnum vörn Þór/KA og eins og hinu megin var markmaðurinn á tánum og Lowder rauk út á móti og lokaði markinu sínu vel í markinu og Þór/KA komu boltanum í burtu. Þór/KA voru svo næstum komnar yfir rétt fyrir hálfleikinn þegar Sandra María sneri af sér varnarmenn Tindastóls og lagði boltann út í teig þar sem Tahnai Annis átti skot að marki Tindastóls en María Dögg Jóhannesdóttir komst fyrir skotið og Tindastóll kom boltanum í burtu. Helgi Ólafsson dómari leiksins flautaði svo til hálfleiks og staðan var 0-0 og Þór/KA sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur hófst með krafti hjá Þór/KA og héldu þær áfram pressa á Tindastólsliðið. Það var Margrét Árnadóttir sem átti fyrsti tilraun seinni hálfleiks en það var varið af Wilhelm í markinu. Margrét var aftur á ferðinni á fimmtugustu mínútu þegar Hulda Ósk Jónsdóttir komst upp að endamörkum og lagði boltann út í teiginn en skot Margrétar beint á Wilhelm í marki Tindastóls sem blakaði boltanum yfir. Þór/KA skoraði mark og það var Sandra María sem kom boltanum yfir línu Tindastóls en var dæmd rangstæð og því stóð það ekki. Tindastóll bitu frá sér og Aldís María fékk boltann úti vinstra megin og sólaði Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur í vörn Þór/KA og lét vaða á markið. Gott skot sem Lowder þurfti að hafa sig alla við og varði framhjá. Besti færi leiksins leit svo dagsins ljós á 57 mínútu leiksins, Þór/KA fór í sókn og boltanum var lyft inná teig Tindastóls og boltinn datt fyrir Huldu Ósk sem var ein á móti Lowder, skotið var ekki fast og Monica náði að verja það í horn. Fimm mínútum seinna slapp Sandra María upp vinstra megin eftir sendingu úr vörninni, ein á móti Wilhlem og skot hennar var varið framhjá. Eftir þetta fjaraði leikurinn dálítið út og Tindastóll komst meira inn í leikinn, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir fékk færi á 77. mínútu leiksins og skalli hennar laus og var varinn af Wilhelm í markinu. Leikurinn kláraðist svo án þess að nokkuð markvænt gerðist og jafntefli því staðreynd, Þór/KA naga sig sennilega í handarbökin því þetta var þeirra leikur til að vinna en nýttu ekki færin en Tindastóll hljóta að skilja sáttar og fá stig, því þær voru aðeins undir og fengu færri færi í dag. Af hverju jafntefli? Þór/KA fékk urmul af færum í dag, Monica Wilhlem í marki Tindastóls varði mjög vel í marki heimamanna. Sandra María kom boltanum í netið en var dæmd rangstæð. Tindastóll fékk líka sénsa, Aldís María fékk tvö góð færi í dag en jafntefli kannski sanngjörn úrslit Hverjir stóðu upp úr? Sandra María og Hulda Ósk hjá Þór/KA voru mjög öflugar og voru að skapa þvílíkt mikið af færum og voru sífellt ógnandi. Sóknarleikur Þór/KA var ekki eins góður eftir að Hulda fór útaf. Hjá Tindastól stóð varnarlínan sig heilt yfir frábærlega og náðu að koma boltanum í burtu. Hvað gekk illa? Þór/KA gat ekki komið boltanum í netið og var það eina sem gekk illa í leiknum, liðin fá mikið hrós fyrir báráttu og vilja. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin er að byrja og Tindastóll fer í neðra umspilið sem lið í 7.sæt en Þór/KA fara í efri úrslitakeppnina og sem lið í 6. sæti. Jóhann: Þess vegna erum við með núll hérna á markatöflunni, það er bara ótrúlegt í rauninni Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari Þór/KA.VÍSIR/VILHELM Hvað takið þið úr leiknum í dag? „Bara eitt stig og ekkert annað,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA. Ertu ánægður með liðið þitt í dag? „Já og nei, við gerðum fullt af hlutum sem við ætluðum okkur að gera og gerðum það ágætlega, en lokaframkvæmdin af öllu var ekki til fyrirmyndar í dag. Þess vegna erum við með núll hérna á markatöflunni, það er bara ótrúlegt í rauninni.“ Halldór Jón: Héldum skipurlaginu vel Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm Hvað takið þið út úr þessum leik? „Brjáluð barátta vinnusemi og dugnaður, við fengum að mínu mati besta færi leiksins í fyrri hálfleik og pínu óheppni að klára það ekki. Heilt yfir var hörkugott Þór/KA lið hérna á heimavelli Tindastóls, við gerðum allt sem við gátum til að vinna þennan leik og stelpurnar lögðu þvílíkt mikið á sig og eitt stig er sanngjörn niðurstaða í dag. Þór/KA átti góðan leik og við áttum góðan varnarleik og héldum skipurlaginu vel,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leik. Þór/KA betri í seinni hálfleik, ertu sáttur með það? „Ég hefði viljað að við myndum halda betur í boltann og töluðum sérstaklega í það að halda betur í boltann, og fá þessar færslur á milli kanta sem gekk heilt yfir ekki vel í dag heilt yfir. Það var jafnræði í fyrri hálfeik og við fengum betra færi til að skora, en í seinni hálfleik alveg eðlilega Þór/KA er komið aðeins lengra í ferlinu og lágu aðeins á okkur enda ofar í töflunni. Mér fannst við gera vel í að „grinda“ þetta út og fá spil og tryggja okkur sjöunda sætið.“ Besta deild kvenna Tindastóll Þór Akureyri KA
Tindastóll þurfti á stigum að halda í botnbaráttunni á meðan Þór/KA siglir lygnan sjó í Bestu deild kvenna. Niðurstaðan markalaust jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið. Það var frábært verður á Sauðárkróki í dag þegar lið Tindastóls og Þór/KA mættust í 18. umferð Bestu deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar en Þór/KA sat í 6. sæti ásamt tveimur öðrum liðum. Tindastóll byrjaði leikinn betur og það var Aldís María Jóhannsdóttir sem átti fyrsta skot leiksins en það var beint á Melissa Lowder í marki Þór/KA. Tveimur mínútum seinna var Tindastóll aftur á ferðinni þegar Beatriz Salas vann boltann á miðjunni og rauk af stað í átt að marki Þór/KA. Með marga möguleika í kringum sig tók hún þá ákvörðun að láta vaða af 30 metra færi en Lowder átti ekki vandræðum með það. Fyrsta dauðafæri leiksins leit dagsins ljóns á sjöttu mínútu leiksins þegar Sandra María Jessen slapp í gegn eftir sendingu úr vörn Þór/KA en Monica Wilhelm kom út úr marki Tindastóls og varði skot Söndru mjög vel. Þór/KA voru sterkari eftir þetta og stjórnuðu leiknum vel, Tindastóll skipulagðar í vörninni og Þór/KA átti erfitt með að opna vörnina. Á 27. Mínútu leiksins datt Aldís María í gegnum vörn Þór/KA og eins og hinu megin var markmaðurinn á tánum og Lowder rauk út á móti og lokaði markinu sínu vel í markinu og Þór/KA komu boltanum í burtu. Þór/KA voru svo næstum komnar yfir rétt fyrir hálfleikinn þegar Sandra María sneri af sér varnarmenn Tindastóls og lagði boltann út í teig þar sem Tahnai Annis átti skot að marki Tindastóls en María Dögg Jóhannesdóttir komst fyrir skotið og Tindastóll kom boltanum í burtu. Helgi Ólafsson dómari leiksins flautaði svo til hálfleiks og staðan var 0-0 og Þór/KA sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur hófst með krafti hjá Þór/KA og héldu þær áfram pressa á Tindastólsliðið. Það var Margrét Árnadóttir sem átti fyrsti tilraun seinni hálfleiks en það var varið af Wilhelm í markinu. Margrét var aftur á ferðinni á fimmtugustu mínútu þegar Hulda Ósk Jónsdóttir komst upp að endamörkum og lagði boltann út í teiginn en skot Margrétar beint á Wilhelm í marki Tindastóls sem blakaði boltanum yfir. Þór/KA skoraði mark og það var Sandra María sem kom boltanum yfir línu Tindastóls en var dæmd rangstæð og því stóð það ekki. Tindastóll bitu frá sér og Aldís María fékk boltann úti vinstra megin og sólaði Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur í vörn Þór/KA og lét vaða á markið. Gott skot sem Lowder þurfti að hafa sig alla við og varði framhjá. Besti færi leiksins leit svo dagsins ljós á 57 mínútu leiksins, Þór/KA fór í sókn og boltanum var lyft inná teig Tindastóls og boltinn datt fyrir Huldu Ósk sem var ein á móti Lowder, skotið var ekki fast og Monica náði að verja það í horn. Fimm mínútum seinna slapp Sandra María upp vinstra megin eftir sendingu úr vörninni, ein á móti Wilhlem og skot hennar var varið framhjá. Eftir þetta fjaraði leikurinn dálítið út og Tindastóll komst meira inn í leikinn, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir fékk færi á 77. mínútu leiksins og skalli hennar laus og var varinn af Wilhelm í markinu. Leikurinn kláraðist svo án þess að nokkuð markvænt gerðist og jafntefli því staðreynd, Þór/KA naga sig sennilega í handarbökin því þetta var þeirra leikur til að vinna en nýttu ekki færin en Tindastóll hljóta að skilja sáttar og fá stig, því þær voru aðeins undir og fengu færri færi í dag. Af hverju jafntefli? Þór/KA fékk urmul af færum í dag, Monica Wilhlem í marki Tindastóls varði mjög vel í marki heimamanna. Sandra María kom boltanum í netið en var dæmd rangstæð. Tindastóll fékk líka sénsa, Aldís María fékk tvö góð færi í dag en jafntefli kannski sanngjörn úrslit Hverjir stóðu upp úr? Sandra María og Hulda Ósk hjá Þór/KA voru mjög öflugar og voru að skapa þvílíkt mikið af færum og voru sífellt ógnandi. Sóknarleikur Þór/KA var ekki eins góður eftir að Hulda fór útaf. Hjá Tindastól stóð varnarlínan sig heilt yfir frábærlega og náðu að koma boltanum í burtu. Hvað gekk illa? Þór/KA gat ekki komið boltanum í netið og var það eina sem gekk illa í leiknum, liðin fá mikið hrós fyrir báráttu og vilja. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin er að byrja og Tindastóll fer í neðra umspilið sem lið í 7.sæt en Þór/KA fara í efri úrslitakeppnina og sem lið í 6. sæti. Jóhann: Þess vegna erum við með núll hérna á markatöflunni, það er bara ótrúlegt í rauninni Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari Þór/KA.VÍSIR/VILHELM Hvað takið þið úr leiknum í dag? „Bara eitt stig og ekkert annað,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA. Ertu ánægður með liðið þitt í dag? „Já og nei, við gerðum fullt af hlutum sem við ætluðum okkur að gera og gerðum það ágætlega, en lokaframkvæmdin af öllu var ekki til fyrirmyndar í dag. Þess vegna erum við með núll hérna á markatöflunni, það er bara ótrúlegt í rauninni.“ Halldór Jón: Héldum skipurlaginu vel Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm Hvað takið þið út úr þessum leik? „Brjáluð barátta vinnusemi og dugnaður, við fengum að mínu mati besta færi leiksins í fyrri hálfleik og pínu óheppni að klára það ekki. Heilt yfir var hörkugott Þór/KA lið hérna á heimavelli Tindastóls, við gerðum allt sem við gátum til að vinna þennan leik og stelpurnar lögðu þvílíkt mikið á sig og eitt stig er sanngjörn niðurstaða í dag. Þór/KA átti góðan leik og við áttum góðan varnarleik og héldum skipurlaginu vel,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leik. Þór/KA betri í seinni hálfleik, ertu sáttur með það? „Ég hefði viljað að við myndum halda betur í boltann og töluðum sérstaklega í það að halda betur í boltann, og fá þessar færslur á milli kanta sem gekk heilt yfir ekki vel í dag heilt yfir. Það var jafnræði í fyrri hálfeik og við fengum betra færi til að skora, en í seinni hálfleik alveg eðlilega Þór/KA er komið aðeins lengra í ferlinu og lágu aðeins á okkur enda ofar í töflunni. Mér fannst við gera vel í að „grinda“ þetta út og fá spil og tryggja okkur sjöunda sætið.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti