Lífið

Hópurinn byrjaði á álagsprófi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn byrjaði á sinni vegferð í fyrsta þættinum.
Hópurinn byrjaði á sinni vegferð í fyrsta þættinum.

Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 á mánudagskvöldið en í þeim er fjallað er um heilsu frá ýmsum sjónarhornum.

Í hverjum þætti svara sérfræðingar spurningum og fræða um efnið á mannamáli. Í gegnum þáttaröðina er fylgt eftir sjö einstaklingum sem taka þátt í heilsuáskorun og fá áhorfendur að hvaða hindrunum þeir lenda í við að tileinka sér heilbrigðari lífstíl. Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, er umsjónamaður þáttanna.

Í fyrsta þættinum voru einstaklingarnir kynntir til sögunnar en í þáttaröðinni verður til að mynda hægt að fylgjast með framgangi skemmtikraftarins Hjálmars Arnar sem margir þekkja sem hvítvínskonuna.

„Ég er ekki búinn að hreyfa mig í svona þjú ár, útaf Covid,“ segir Hjálmar og springur úr hlátri og viðurkenndi að þetta væri léleg afsökun.

Hópurinn fór saman í ákveðið álagspróf í fyrsta þættinum og áttu þau öll að gera planka og sitja í 90 gráðum upp við vegg. Þetta gefur ákveðnar vísbendingar um styrk þeirra. Síðan var planið að gera þetta aftur eftir átta vikur.

Klippa: Hópurinn byrjaði á álagsprófi

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.