Rúnar Alex hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Arsenal síðan hann var keyptur til liðsins árið 2020 frá Dijon í Frakklandi og hefur aðeins spilað einn deildarleik fyrir liðið.
Tímabilið eftir að hann vr keyptur til Arsenal var hann lánaður til belgíska liðsins OH Leuven og var hann svo á láni hjá Alanyaspor í Tyrklandi á síðasta tímabili.
Koma David Raya til Arsenal fyrir nýhafið tímabil í ensku úrvalsdeildinni gerir það svo að verkum að tækifærin verða að öllum líkindum fá sem engin í vetur.
Arsenal hefur því samþykkt tilboð frá Cardiff um að Rúnar Alex verði lánaður til félagsins út tímabilið.
Arsenal have agreed a deal for Runar Alex Runarsson to move to Cardiff on loan. [@TeleFootball] pic.twitter.com/lToN7Brzsd
— Gunners (@Gunnersc0m) August 17, 2023