„Liðið var mjög meðvitað um hvað væri í húfi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 20:17 Guðni Eiríksson gat ekki verið neitt annað en sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að siurinn hafi í raun aldrei verið í hættu eftir að FH-ingar bættu öðru og þriðja markinu við eftir rúmlega hálftíma leik. „Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“ Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
„Ég er alveg sammála því. Við lokuðum leiknum í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu og þetta var verðskuldaður sigur hjá FH-liðinu í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. Með sigrinum tryggði FH sér sæti í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur, en fyrir leik hafði Guðni einmitt orð á því að það væri gulrótin sem liðið væri að eltast við í kvöld. „Algjörlega, og liðið var mjög meðvitað um það hvað væri í húfi. Það voru líka fleiri gulrætur í boði því FH-liðið hefur ekki safnað svona mörgum stigum áður, þannig að það er líka jákvætt. Þannig að það var fullt af gulrótum og liðið vildi svo sannarlega sækja þessi þrjú stig.“ „Ég er heilt yfir mjög sáttur með uppleggið og eins sáttur með frammistöðu leikmanna.“ FH-ingar hafa nú safnað 25 stigum þegar enn eru tvær umferðir í að deildinni verði skipt upp, en Guðni segist ekki hafa verið að horfa í einhvern ákveðinn stigafjölda áður en mótið hófst. „Við vorum ekki að horfa beint í stigin, heldur vorum við að horfa í að enda í topp sex. Að það skuli vera komið í hús þegar tvær umferðir eru eftir er bara frábært.“ FH-ingar taka á móti Stjörnunni næstkomandi sunnudag í 17. umferð Bestu-deildarinnar og býst Guðni við hörkuleik þar. „Það var hörkuleikur á móti Stjörnunni síðast og ég á ekki von á neinu öðru en að sama verði uppi á teningnum um helgina. FH-liðið mætir vel gírað í þann leik.“
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. 15. ágúst 2023 19:52