Skjót viðbrögð skiptu sköpum þegar ungur leikmaður fór í hjartastopp Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:22 Axel Örn Sæmundsson er þjálfari Álftaness. kgp.is/Álftanes Axel Örn Sæmundsson, þjálfari kvennaliðs Álftaness, þakkar skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr þegar ungur leikmaður liðs hans hneig niður til jarðar og lenti í hjartastoppi í leik gegn Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu. „Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum. UMF Álftanes Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
„Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum.
UMF Álftanes Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira