Birkir snýr aftur í ítalska boltann Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 13:31 Birkir Bjarnason á flugi í leik með Íslandi gegn Ísrael. Hann flýgur til Ítalíu í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Birkir Bjarnason ferðast til Ítalíu í dag og mun samkvæmt heimildum Vísis skrifa formlega undir samning við sitt gamla knattspyrnufélag Brescia í kvöld. Birkir, sem er leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, hefur leikið með sínu gamla liði Viking í Noregi undanfarna mánuði en ljóst var frá upphafi að tími hans þar yrði ekki mjög langur. Brescia féll niður í C-deild eftir umspil síðasta vor en útlit er fyrir að liðið spili engu að síður áfram í B-deildinni. Það er vegna ákvörðunar um að dæma Reggina úr deildinni en félagið hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli, þó að skammt sé í að nýtt tímabil hefjist. Í þriðja sinn til Ítalíu Birkir hefur leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils. Þar lék hann fyrst með Pescara árið 2012 en einnig með Sampdoria, áður en hann yfirgaf Ítalíu til að ganga í raðir Basel í Sviss árið 2015. Hann sneri svo aftur til Ítalíu og gekk í raðir Brescia árið 2020, eftir að hafa verið hjá Aston Villa og svo um skamma hríð hjá Al-Arabi í Katar. Birkir, sem er 35 ára gamall, lék með Adana Demirspor í Tyrklandi í tvö ár en skipti yfir til Viking í vor í kjölfarið á jarðskjálftanum mannskæða í febrúar, skömmu áður en samningur hans við tyrkneska félagið átti að renna út. Í grein Aftenbladet segir að þegar Birkir kom í mars hafi planið aðeins verið að hann gæti spilað sig í form með Viking, og að hann hafi varla verið með nein laun hjá félaginu. Birkir hafi verið opinn fyrir því að vera áfram hjá Viking, félaginu sem hann hóf meistaraflokksferilinn með á sínum tíma, en á sama tíma verið skýr varðandi það að mögulega færi hann frá félaginu í sumar, eins og nú virðist ætla að verða raunin. Birkir, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands í júní en spilaði þó ekki, lék alls ellefu deildarleiki fyrir Viking í sumar og skoraði tvö mörk. Ítalski boltinn Norski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Birkir, sem er leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, hefur leikið með sínu gamla liði Viking í Noregi undanfarna mánuði en ljóst var frá upphafi að tími hans þar yrði ekki mjög langur. Brescia féll niður í C-deild eftir umspil síðasta vor en útlit er fyrir að liðið spili engu að síður áfram í B-deildinni. Það er vegna ákvörðunar um að dæma Reggina úr deildinni en félagið hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli, þó að skammt sé í að nýtt tímabil hefjist. Í þriðja sinn til Ítalíu Birkir hefur leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils. Þar lék hann fyrst með Pescara árið 2012 en einnig með Sampdoria, áður en hann yfirgaf Ítalíu til að ganga í raðir Basel í Sviss árið 2015. Hann sneri svo aftur til Ítalíu og gekk í raðir Brescia árið 2020, eftir að hafa verið hjá Aston Villa og svo um skamma hríð hjá Al-Arabi í Katar. Birkir, sem er 35 ára gamall, lék með Adana Demirspor í Tyrklandi í tvö ár en skipti yfir til Viking í vor í kjölfarið á jarðskjálftanum mannskæða í febrúar, skömmu áður en samningur hans við tyrkneska félagið átti að renna út. Í grein Aftenbladet segir að þegar Birkir kom í mars hafi planið aðeins verið að hann gæti spilað sig í form með Viking, og að hann hafi varla verið með nein laun hjá félaginu. Birkir hafi verið opinn fyrir því að vera áfram hjá Viking, félaginu sem hann hóf meistaraflokksferilinn með á sínum tíma, en á sama tíma verið skýr varðandi það að mögulega færi hann frá félaginu í sumar, eins og nú virðist ætla að verða raunin. Birkir, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands í júní en spilaði þó ekki, lék alls ellefu deildarleiki fyrir Viking í sumar og skoraði tvö mörk.
Ítalski boltinn Norski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira