Caitlin Foord náði forystunni fyrir heimakonur eftir hálftíma leik og sá til þess að Ástralía hefði forystu í leikhléi.
Þrátt fyrir aukinn sóknarþunga Dana þegar leið á leikinn tókst þeim dönsku ekki að koma boltanum í markið og þess í stað jók Hayley Raso við forystuna með marki á 71.mínútu.
Ástralía jafnar þar með sinn besta árangur á HM með því að komast í 8-liða úrslitin en liðinu er stýrt af Svíanum Tony Gustavsson sem var lengi aðstoðarmaður Jill Ellis með bandaríska landsliðið.
Ástralía mun mæta Frakklandi eða Marokkó í 8-liða úrslitum.