Sjáðu Rey Cup þáttinn: „Það gerðist bara þegar hún mætti“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:01 Stjörnustelpur fögnuðu sigri í 4. flokki kvenna eftir spennandi úrslitaleik við Þór. Stöð 2 Sport Rey Cup fór fram í 22. sinn í rjómablíðu í Laugardalnum síðustu helgi júlímánaðar. Alls tóku 125 lið stráka og stelpna þátt í þessu alþjóðlega fótboltamóti. Andri Már Eggertsson var á svæðinu og tók púlsinn á keppendum og fleirum í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sumarmótin 2023 - Rey Cup Mikið líf og fjör var í Laugardalnum á meðan á mótinu stóð en þar kepptu krakkar í 3. og 4. flokki stelpna og stráka. Andri ræddi við keppendur og þar á meðal bandarískt lið sem óvænt reyndist vera með Íslending innan sinna raða, sem og leikmenn malavísku akademíunnar Ascent sem slógu í gegn á mótinu. Úrslitaleikir mótsins fóru fram á sjálfum Laugardalsvellinum þar sem reyndir dómarar sáu um dómgæsluna, og voru leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í 4. flokki kvenna vann Stjarnan sigur á Þór í úrslitaleik, í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli. Stoke City vann Blackburn í úrslitaleik 4. flokks karla, 2-1, og strákarnir í Ascent unnu Þrótt 1-0 í úrslitaleik 3. flokks karla. Í 3. flokki kvenna stóð svo Breiðablik uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi úrslitaleik við þýska stórveldið Bayern München, þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að Lilja Þórdís Guðjónsdóttir jafnaði metin í 1-1 í lok venjulegs leiktíma. „Ég bara hljóp og skoraði,“ sagði Lilja Þórdís glaðbeitt í viðtali eftir sigurinn, og kvaðst nú ekki hafa verið búin að ákveða að fara framhjá markverðinum til að skora eins og hún gerði svo listilega. „Nei, það gerðist bara þegar hún mætti,“ sagði Lilja Þórdís og uppskar mikinn hlátur hjá liðsfélögum sínum Í vítaspyrnukeppninni reyndist Eva Steinsen Jónsdóttir hetja Blika þegar hún varði lokaspyrnu Bayern. „Þetta var ótrúlegt. Ég valdi bara horn og varði,“ sagði Eva áður en Blikastelpur tóku svo við verðlaunagrip sínum eftir afar vel heppnað mót. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport og er Rey Cup sjötta mótið sem fjallað er um í þáttunum í sumar. Fyrri þætti má sjá hér að neðan. Sumarmótin Tengdar fréttir Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01 Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7. júlí 2023 09:01 Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30. júní 2023 09:02 Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23. júní 2023 09:01 Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Andri Már Eggertsson var á svæðinu og tók púlsinn á keppendum og fleirum í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sumarmótin 2023 - Rey Cup Mikið líf og fjör var í Laugardalnum á meðan á mótinu stóð en þar kepptu krakkar í 3. og 4. flokki stelpna og stráka. Andri ræddi við keppendur og þar á meðal bandarískt lið sem óvænt reyndist vera með Íslending innan sinna raða, sem og leikmenn malavísku akademíunnar Ascent sem slógu í gegn á mótinu. Úrslitaleikir mótsins fóru fram á sjálfum Laugardalsvellinum þar sem reyndir dómarar sáu um dómgæsluna, og voru leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í 4. flokki kvenna vann Stjarnan sigur á Þór í úrslitaleik, í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli. Stoke City vann Blackburn í úrslitaleik 4. flokks karla, 2-1, og strákarnir í Ascent unnu Þrótt 1-0 í úrslitaleik 3. flokks karla. Í 3. flokki kvenna stóð svo Breiðablik uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi úrslitaleik við þýska stórveldið Bayern München, þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að Lilja Þórdís Guðjónsdóttir jafnaði metin í 1-1 í lok venjulegs leiktíma. „Ég bara hljóp og skoraði,“ sagði Lilja Þórdís glaðbeitt í viðtali eftir sigurinn, og kvaðst nú ekki hafa verið búin að ákveða að fara framhjá markverðinum til að skora eins og hún gerði svo listilega. „Nei, það gerðist bara þegar hún mætti,“ sagði Lilja Þórdís og uppskar mikinn hlátur hjá liðsfélögum sínum Í vítaspyrnukeppninni reyndist Eva Steinsen Jónsdóttir hetja Blika þegar hún varði lokaspyrnu Bayern. „Þetta var ótrúlegt. Ég valdi bara horn og varði,“ sagði Eva áður en Blikastelpur tóku svo við verðlaunagrip sínum eftir afar vel heppnað mót. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport og er Rey Cup sjötta mótið sem fjallað er um í þáttunum í sumar. Fyrri þætti má sjá hér að neðan.
Sumarmótin Tengdar fréttir Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01 Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7. júlí 2023 09:01 Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30. júní 2023 09:02 Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23. júní 2023 09:01 Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01
Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7. júlí 2023 09:01
Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30. júní 2023 09:02
Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23. júní 2023 09:01
Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01