Almar í kassanum kominn í tjald: „Ég er staðsettur á miðri folf braut“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 20:38 Almar stefnir á hundrað myndir. Snæbjörn Brynjarsson. Gjörningalistamaðurinn Almar Atlason býr nú í tjaldi á Höfn í Hornafirði og málar landslagsmyndir af mikilli elju. Er þetta gert til þess að minnast þess að Ásgrímur Jónsson málaði þarna fyrir 111 árum síðan. „Ég hef aldrei komið á Hornafjörð áður og er meira að segja með ofnæmi fyrir skelfisk. Ég hef einu sinni komið til Keflavíkur og ímyndaði mér að þetta væri svipað,“ segir Almar sem dvalið hefur í tjaldinu í hálfan mánuð. Hann ætlar að vera þarna í um þrjár vikur í viðbót og mála. Almar er best þekktur fyrir gjörninginn og útskriftarverkefnið sitt, Almar í kassanum, árið 2015 þegar hann dvaldi lengi berrassaður í litlum glerkassa. Þjóðin fylgdist þá grannt með honum í gegnum myndavél. Núna dvelur hann upp á hól í Höfn sem kallast Hrossó, í tjaldi sem hann útbjó fyrir þetta verkefni. Gjörningurinn ber heitið Tjaldurinn á Hrossó. Almar hafði aldrei komið til Hafnar áður. Hann heldur sýningu þar 15. september.Snæbjörn Brynjarsson „Ég er staðsettur á miðri folf braut. Fólk er mikið að folfa í tjaldið mitt og yfir það. Ég reyni að mála folfarana og þeir eru mishrifnir af því. En þetta er eini félagsskapurinn sem ég hef hérna, þessir folfarar,“ segir Almar. Hann segist ekki ætla að vera á Adamsklæðunum í þetta skiptið. „Ekki nema þegar ég fer í sund,“ segir hann. Dirfska listasafnsins Gjörningurinn er vísun í fræga heimsókn landslagsmálarans Ásgríms Jónssonar til Hafnar árið 1912. Það var Snæbjörn Brynjarsson, safnstjóri Listasafnsins, sem gaukaði hugmyndinni að Almari að gera eitthvað til að minnast þessarar heimsóknar. Ásgrímur kveikti mikinn áhuga hjá Hornfirðingum á listmálun. Pöntuðu þeir liti frá Skotlandi og stofnuðu með sér málarafélag. Úr varð eins konar hreyfing sem innihélt meðal annarra listamanninn Svavar Guðnason. „Þá fóru jafnt hreppsómagar og bæjarstjórar út að mála í tylftum og til varð svolítið skrýtið og íslenskt málverk,“ segir Almar um það sem hann kallar Hornafjarðarskólann. Sjálfur segist Almar líta meira upp til þessara málara en Ásgríms. Hann segist þó ekki geta logið því að vera reyndur landslagsmálari. Almar málar til heiðurs Ásgríms og Hornafjarðarskólans.Snæbjörn Brynjarsson „Að standa úti og mála er algjörlega nýtt fyrir mér. Það er ákveðin dirfska af safninu að fá jafn vanhæfan mann og mig í starfið,“ segir Almar. Stefnir á hundrað myndir Almar málar mikið af skýjum og þoku. En einnig allt sem fyrir augu ber. Þegar blaðamaður náði af honum tali var hann að mála Sindraleik. „Ég reyni að framleiða eins mikið af málverkum og ég mögulega get. Ég stefni á svona hundrað myndir en það næst aldrei,“ segir Almar. Afraksturinn verður svo sýndur á myndlistarsýningu á Svavarssafni á Höfn þann 15. september. Ekki er hægt að fylgjast með Almari í beinni útsendingu en vitaskuld er hægt að heilsa upp á hann á staðnum. Almar málar allt sem fyrir augu ber. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að mála Sindraleik.Snæbjörn Brynjarson. „Það eru allir guðvelkomnir í folf og kaffi. Ef ég verð ekki í tjaldinu þá verð ég einhvers staðar á svæðinu að mála,“ segir Almar. Myndlist Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu Almar Steinn Atlason sem er líklega hvað þekktastur sem Almar í kassanum eftir að hafa dvalið nakinn í kassa árið 2015 sýnir ekki síður djörfung í nýjasta verki sínu. 23. febrúar 2019 07:45 Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Afþakkaði sturtuna í Listaháskólanum og fór í sund eftir kassadvölina. 7. desember 2015 12:19 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég hef aldrei komið á Hornafjörð áður og er meira að segja með ofnæmi fyrir skelfisk. Ég hef einu sinni komið til Keflavíkur og ímyndaði mér að þetta væri svipað,“ segir Almar sem dvalið hefur í tjaldinu í hálfan mánuð. Hann ætlar að vera þarna í um þrjár vikur í viðbót og mála. Almar er best þekktur fyrir gjörninginn og útskriftarverkefnið sitt, Almar í kassanum, árið 2015 þegar hann dvaldi lengi berrassaður í litlum glerkassa. Þjóðin fylgdist þá grannt með honum í gegnum myndavél. Núna dvelur hann upp á hól í Höfn sem kallast Hrossó, í tjaldi sem hann útbjó fyrir þetta verkefni. Gjörningurinn ber heitið Tjaldurinn á Hrossó. Almar hafði aldrei komið til Hafnar áður. Hann heldur sýningu þar 15. september.Snæbjörn Brynjarsson „Ég er staðsettur á miðri folf braut. Fólk er mikið að folfa í tjaldið mitt og yfir það. Ég reyni að mála folfarana og þeir eru mishrifnir af því. En þetta er eini félagsskapurinn sem ég hef hérna, þessir folfarar,“ segir Almar. Hann segist ekki ætla að vera á Adamsklæðunum í þetta skiptið. „Ekki nema þegar ég fer í sund,“ segir hann. Dirfska listasafnsins Gjörningurinn er vísun í fræga heimsókn landslagsmálarans Ásgríms Jónssonar til Hafnar árið 1912. Það var Snæbjörn Brynjarsson, safnstjóri Listasafnsins, sem gaukaði hugmyndinni að Almari að gera eitthvað til að minnast þessarar heimsóknar. Ásgrímur kveikti mikinn áhuga hjá Hornfirðingum á listmálun. Pöntuðu þeir liti frá Skotlandi og stofnuðu með sér málarafélag. Úr varð eins konar hreyfing sem innihélt meðal annarra listamanninn Svavar Guðnason. „Þá fóru jafnt hreppsómagar og bæjarstjórar út að mála í tylftum og til varð svolítið skrýtið og íslenskt málverk,“ segir Almar um það sem hann kallar Hornafjarðarskólann. Sjálfur segist Almar líta meira upp til þessara málara en Ásgríms. Hann segist þó ekki geta logið því að vera reyndur landslagsmálari. Almar málar til heiðurs Ásgríms og Hornafjarðarskólans.Snæbjörn Brynjarsson „Að standa úti og mála er algjörlega nýtt fyrir mér. Það er ákveðin dirfska af safninu að fá jafn vanhæfan mann og mig í starfið,“ segir Almar. Stefnir á hundrað myndir Almar málar mikið af skýjum og þoku. En einnig allt sem fyrir augu ber. Þegar blaðamaður náði af honum tali var hann að mála Sindraleik. „Ég reyni að framleiða eins mikið af málverkum og ég mögulega get. Ég stefni á svona hundrað myndir en það næst aldrei,“ segir Almar. Afraksturinn verður svo sýndur á myndlistarsýningu á Svavarssafni á Höfn þann 15. september. Ekki er hægt að fylgjast með Almari í beinni útsendingu en vitaskuld er hægt að heilsa upp á hann á staðnum. Almar málar allt sem fyrir augu ber. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að mála Sindraleik.Snæbjörn Brynjarson. „Það eru allir guðvelkomnir í folf og kaffi. Ef ég verð ekki í tjaldinu þá verð ég einhvers staðar á svæðinu að mála,“ segir Almar.
Myndlist Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu Almar Steinn Atlason sem er líklega hvað þekktastur sem Almar í kassanum eftir að hafa dvalið nakinn í kassa árið 2015 sýnir ekki síður djörfung í nýjasta verki sínu. 23. febrúar 2019 07:45 Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Afþakkaði sturtuna í Listaháskólanum og fór í sund eftir kassadvölina. 7. desember 2015 12:19 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu Almar Steinn Atlason sem er líklega hvað þekktastur sem Almar í kassanum eftir að hafa dvalið nakinn í kassa árið 2015 sýnir ekki síður djörfung í nýjasta verki sínu. 23. febrúar 2019 07:45
Almar ætlar að taka til í kassanum í vikunni Afþakkaði sturtuna í Listaháskólanum og fór í sund eftir kassadvölina. 7. desember 2015 12:19