Nautin Bubbi Morthens, Helgi Björns, Aron Can, Stebbi Jak og Páll Óskar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2023 20:31 Nautin eru öll með nöfn þekktra tónlistarmanna á Íslandi en Ása Sif hefur það hlutverk að velja nöfnin á gripina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bubbi Morthens, KK, Aron Can, Helgi Björn, Stebbi Jak, Páll Óskar og Herra Hnetusmjör láta fara vel um sig á grösugum túnum á sveitabæ á Suðurlandi. Hér erum við reyndar að tala um naut, sem öll bera nöfn þekktra tónlistarmanni. Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“