Sendu Ítali heim með sögulegum sigri en Svíar mæta Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 09:09 Hildah Magaia átti frábæran leik gegn Ítölum og stóran þátt í sögulegum sigri Suður-Afríku. Hér fagnar hún marki sínu. Getty/Katelyn Mulcahy Suður-Afríka tryggði sér með ævintýralegum hætti sæti í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta, í fyrsta sinn, með 3-2 sigri gegn Ítalíu. Liðið fylgir toppliði Svíþjóðar sem vann alla sína leiki í G-riðlinum. Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira