Lét gömlu liðsfélagana heyra það: „Stöngin var maður leiksins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2023 14:01 Megan Rapinoe, Alex Morgan og allar stjörnurnar í bandaríska landsliðinu í fótbolta voru hársbreidd frá því að falla út í riðlakeppni HM. getty/Carmen Mandato Carli Lloyd, ein besta fótboltakona allra tíma, var ekki hrifin af frammistöðu bandaríska landsliðsins gegn Portúgal og sagði það stálheppið að vera ekki úr leik á HM. Bandaríkin mættu Portúgal í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í morgun. Bandaríska liðinu dugði jafntefli til að komast áfram í sextán liða úrslit. Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna var sterkari aðilinn í leiknum en var samt hársbreidd frá því að tapa honum og falla úr leik. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Hefði hún skorað hefði hún sent heimsmeistarana heim með skottið á milli lappanna. Lloyd, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska liðinu, var ekki sátt með spilamennsku þess í leiknum mikilvæga í morgun. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. Hún gerði meðal annars þrennu í úrslitaleik HM 2015 þar sem Bandaríkin unnu Japan, 5-2. Lloyd er næstleikjahæst í sögu bandaríska landsliðsins og þriðja markahæst. Allar líkur eru á því að Bandaríkin mæti Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með sex stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með þrjú stig. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Bandaríkin mættu Portúgal í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í morgun. Bandaríska liðinu dugði jafntefli til að komast áfram í sextán liða úrslit. Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna var sterkari aðilinn í leiknum en var samt hársbreidd frá því að tapa honum og falla úr leik. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Hefði hún skorað hefði hún sent heimsmeistarana heim með skottið á milli lappanna. Lloyd, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska liðinu, var ekki sátt með spilamennsku þess í leiknum mikilvæga í morgun. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. Hún gerði meðal annars þrennu í úrslitaleik HM 2015 þar sem Bandaríkin unnu Japan, 5-2. Lloyd er næstleikjahæst í sögu bandaríska landsliðsins og þriðja markahæst. Allar líkur eru á því að Bandaríkin mæti Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með sex stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með þrjú stig.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira