Bandaríkin stálheppin að fylgja Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 09:00 Danielle Van De Donk skoraði fimmta mark Hollendinga í stórsigrinum gegn Víetnam. Getty/Lars Baron Holland tryggði sér sigur í E-riðli á HM kvenna í fótbolta í dag, með stórsigri gegn Víetnam, en Bandaríkin voru stálheppinn að falla ekki úr keppni í viðureign sinni við Íslandsbanana í Portúgal. Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira