Bandaríkin stálheppin að fylgja Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 09:00 Danielle Van De Donk skoraði fimmta mark Hollendinga í stórsigrinum gegn Víetnam. Getty/Lars Baron Holland tryggði sér sigur í E-riðli á HM kvenna í fótbolta í dag, með stórsigri gegn Víetnam, en Bandaríkin voru stálheppinn að falla ekki úr keppni í viðureign sinni við Íslandsbanana í Portúgal. Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira