Hetja á HM nokkrum árum eftir að hún vissi ekki hvort hún gæti gengið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 16:00 Hayley Raso fagnar hér marki í stórsigrinum á Kanada á HM í dag. Getty/Alex Grimm Ástralar þurftu á hjálp að halda til að koma liði sínu áfram í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fram fer á þeirra heimavelli. Pressan hefur verið mikil á liðinu en líklega aldrei meira en fyrir leikinn í morgun. Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira