Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 11:01 Steph Catley, sem skoraði í fyrsta leik Ástralíu á mótinu, tekur undir gagnrýnina. Getty Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. Fánar frumbyggja hafa verið til sýnis samhliða þeim ástralska á mótinu, en hópurinn sem stendur að bréfaskrifunum gagnrýnir að af þeim 291 milljón ástralskra dala (197 milljónir bandaríkjadala/25,9 milljarðar íslenskra króna), sem hafi verið lagðar til hliðar til uppbyggingar knattspyrnu í landinu eftir HM, sé ekki eitt einasta sent eyrnamerkt knattspyrnu frumbyggja. „Þrátt fyrir að frumbyggjamenning, tákn, hefðir og athafnir hafi verið til sýnis á HM og menning frumbyggja auglýst sem eitthvað sem er mikilvægt fyrir fótbolta, hefur ekki einn dalur af arfleifðaráætluninni verið lagður til stofnana sem eru undir forystu frumbyggja og hafa lengi borið byrðarnar fyrir ‚fyrstu þjóðirnar‘ í ástralska leiknum,“ segir í bréfi frá frumbyggjaráðinu í Ástralíu. Allur stuðningur og opinberar sýningar á táknum og menningu frumbyggja í kringum mótið séu því fyrir ímyndina eina saman. Gjörðir verði að fylgja. Sameinist fyrir frumbyggja, segir á fyrirliðabandinu sem Catley bar í fyrsta leik.Getty „Auðvitað er þetta mikilvægt fyrir grasrótarfótbolta,“ er haft eftir Steph Catley, leikmanni Arsenal og fyrirliða ástralska liðsins. „Ef fjármagnið er til ætti það algerlega að fara í þá átt. Þetta er eitthvað sem liðið okkar hefur ástríðu fyrir. “ Tveir leikmenn í ástralska landsliðinu eru af frumbyggjaættum; Lydia Williams, markvörður Brighton og Kyah Simon, framherji Tottenham. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Fánar frumbyggja hafa verið til sýnis samhliða þeim ástralska á mótinu, en hópurinn sem stendur að bréfaskrifunum gagnrýnir að af þeim 291 milljón ástralskra dala (197 milljónir bandaríkjadala/25,9 milljarðar íslenskra króna), sem hafi verið lagðar til hliðar til uppbyggingar knattspyrnu í landinu eftir HM, sé ekki eitt einasta sent eyrnamerkt knattspyrnu frumbyggja. „Þrátt fyrir að frumbyggjamenning, tákn, hefðir og athafnir hafi verið til sýnis á HM og menning frumbyggja auglýst sem eitthvað sem er mikilvægt fyrir fótbolta, hefur ekki einn dalur af arfleifðaráætluninni verið lagður til stofnana sem eru undir forystu frumbyggja og hafa lengi borið byrðarnar fyrir ‚fyrstu þjóðirnar‘ í ástralska leiknum,“ segir í bréfi frá frumbyggjaráðinu í Ástralíu. Allur stuðningur og opinberar sýningar á táknum og menningu frumbyggja í kringum mótið séu því fyrir ímyndina eina saman. Gjörðir verði að fylgja. Sameinist fyrir frumbyggja, segir á fyrirliðabandinu sem Catley bar í fyrsta leik.Getty „Auðvitað er þetta mikilvægt fyrir grasrótarfótbolta,“ er haft eftir Steph Catley, leikmanni Arsenal og fyrirliða ástralska liðsins. „Ef fjármagnið er til ætti það algerlega að fara í þá átt. Þetta er eitthvað sem liðið okkar hefur ástríðu fyrir. “ Tveir leikmenn í ástralska landsliðinu eru af frumbyggjaættum; Lydia Williams, markvörður Brighton og Kyah Simon, framherji Tottenham.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira