Markadrottning Norðmanna gekk af velli rétt áður en að leikurinn hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 09:57 Ada Hegerberg sést hér hita upp fyrir leiksins en hún fann til í náranum og hætti við að spila skömmu áður en leikurinn var flautaður í gang. Getty/Phil Walter Noregur og Sviss gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Stærsta frétt leiksins gerðist nokkrum sekúndum áður en leikurinn var flautaður á. Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira