„Þetta er svo stór steik að það er eiginlega ekki pláss fyrir meðlætið. Meðlætið skiptir engu máli, bara steikin,“ sagði hann í þættinum. Sjón er sögu ríkari.
Horfa má á þáttinn hér og nálgast má uppskriftina og aðferð fyrir neðan.
Hér má sjá fleiri uppskriftir og þætti frá BBQ kónginum.
Risa porterhouse steik
- 1,5kg Porterhouse steik (vegna þess að allt undir kíló er bara álegg)
- Olía
- Umami krydd (fæst á bbqkongurinn.is)
- Brokkolíní
- Teriyaki
- Hunang
- Olía
Setjið olíu á kjötið og kryddið með Umami.
Kyndið grillið í 120 gráður.
Setjið kjöthitamæli í miðja steikina og eldið hana á óbeinum hita þar til hún hefur náð 52 gráðum í kjarnhita
Takið steikina af og kyndið grillið í botn.
Lokið kjötinu á sjóðandi heitu grillinu.
Hvílið kjötið í 10 mínútur
Setjið brokkolíní í ziplock poka ásamt teriyaki, hunangi og olíu. Hristið vel.
Grillið á háum hita þar til fallega brennt og tilbúið. Skreytið með pikkluðum sinnepsfræjum.
Kartöflusmælki með kryddolíu:
- Kartöflusmælki
- 3 Hvítlauksgeirar
- Grillsalt með hvítlauk (fæst á bbqkongurinn.is)
- Steinselja
- Olía
Setjið hvítlauk, grillsalt og steinselju í mortel og kremjið saman. Bætið við olíu og salti eftir smekk.
Setjið kartöflur í steypujárnspönnu og hellið kryddolíunni yfir.
Eldið þar til kartöflurnar verða stökkar að utan og mjúkar í gegn.
Pikkluð sinnepsfræ:
- 1 Hluti sinnepsfræ
- 1 Hluti eplaedik
- 1 Hluti vatn
- 1 Hluti sykur
Blandið saman eplaediki, vatni og sykri í pott, náið upp suðu og hrærið þar til sykurinn leysist upp.
Hellið sinnepsfræjum út í og sjóðið í eina mínútu.
Hellið í glerkrukku og kælið. Pikkluð sinnepsfræ geymast vel í nokkra mánuði í ísskáp.