Í gær tapaði Al-Ettifaq fyrir Lokomotiva Zagreb í æfingaleik í Króatíu, 1-0. Al-Ettifaq hefur ekki enn unnið leik undir stjórn Gerrards; tapað tveimur og gert eitt jafntefli.
Allt voru þetta þó æfingaleikir en keppni í sádi-arabísku úrvalsdeildinni hefst 11. ágúst.
Gerrard var ráðinn þjálfari Al-Ettifaq í sumar. Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Aston Villa en var rekinn þaðan í október. Þar áður stýrði Gerrard Rangers með góðum árangri og gerði liðið meðal annars að skoskum meisturum.
Al-Ettifaq er nálægt því að kaupa manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá Liverpool af Gerrard; Jordan Henderson. Al-Ettifaq mun greiða Liverpool tólf milljónir punda fyrir Henderson. Talið er að hann fái sjö hundruð þúsund pund í vikulaun hjá Al-Ettifaq.
Á síðasta tímabili endaði Al-Ettifaq í 7. sæti sádi-arabísku deildarinnar.