Kvenþjálfarar hafa nefnilega verið mjög sigursælir á stórmótum kvenna frá árinu 2001.
Í raun hefur aðeins eitt lið unnið HM, EM eða Ólympíuleika undanfarin 22 ár með karlmann sem þjálfara og það var lið Japans á HM 2011. Per-Mathias Høgmo gerði Noreg að Ólympíumeisturum árið 2000 en síðan hafa konurnar staðið uppi sem gullþjálfarar á fimmtán af sextán stórmótum kvenna.
Liðin sem tefla fram kvenþjálfara í ár eru England, Noregur, Brasilía, Þýskaland, Kanada, Ítalía, Nýja-Sjáland, Írland, Kosta Ríka, Sviss, Suður Afríka og Kína.
Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla en báða undir stjórn Jill Ellis en hún þjálfaði liðið frá 2014 til 2019. Nú er hins vegar karlmaður í þjálfarastólnum en liðið þjálfar Vlatko Andonovski.
Mesta samkeppnin kemur líklegast frá Sarina Wiegman, þjálfara enska landsliðsins, sem hefur gert bæði Holland og England að Evrópumeisturum á síðustu. Hún fór með hollenska liðið alla leiðina í úrslitaleikinn á HM fyrir fjórum árum.
- Þjálfarar stórmótsmeistara kvenna á öldinni:
- ÓL 2000 - Per-Mathias Høgmo, Noregur (karl)
- EM 2001 - Tina Theune-Meyer, Þýskalandi (kona)
- HM 2003 - Tina Theune-Meyer, Þýskalandi (kona)
- ÓL 2004 - April Heinrichs, Bandaríkin (kona)
- EM 2005 - Tina Theune-Meyer, Þýskalandi (kona)
- HM 2007 - Silvia Neid, Þýskalandi (kona)
- ÓL 2008 - Pia Sundhage, Bandaríkin (kona)
- EM 2009 - Silvia Neid, Þýskalandi (kona)
- HM 2011 - Norio Sasaki, Japan (karl)
- ÓL 2012 - Pia Sundhage, Bandaríkin (kona)
- EM 2013 - Silvia Neid, Þýskalandi (kona)
- HM 2015 - Jill Ellis, Bandaríkin (kona)
- ÓL 2016 - Silvia Neid, Þýskalandi (kona)
- EM 2017 - Sarina Wiegman, Holland (kona)
- HM 2019 - Jill Ellis, Bandaríkin (kona)
- ÓL 2021 - Bev Priestman, Kanada (kona)
- EM 2022 - Sarina Wiegman, England (kona)