Markvörður Evrópumeistaranna virkilega sár út í Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:10 Mary Earps er markvörður og varafyrirliði enska landsliðsins á HM í fótbolta 2023. Getty/Justin Setterfield Knattspyrnuaðdáendur geta ekki fest kaup á búningi eins af lykilmönnum Evrópumeistara kvenna í knattspyrnu. Hún er sár og svekkt með stöðuna. Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira