Leikmenn með stjörnur í augum þegar Ólympíuhetja mætti óvænt á liðsfundinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2023 07:30 Sam Kerr er stærsta stjarna ástralska landsliðsins en hún leikur með Chelsea á Englandi. Vísir/Getty Ástralska landsliðið í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu gegn Írlandi í dag. Þjálfari liðsins kom leikmönnum þess heldur betur á óvart í síðustu viku þegar hefðbundinn liðsfundur var á dagskrá. Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti