Segir að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 10:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi við fjölmiðlafólk í tilefni þess að HM kvenna verður sett í Nýja Sjálandi á morgun. Getty/Harold Cunningham Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, leggur áherslu á það að það sé undir knattspyrnusamböndum hvers lands komið að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira