Sett í bann eftir kynjapróf í fyrra en er með á HM kvenna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 08:31 Barbra Banda er með fyrirliðbandið hjá Sambíu á þessu heimsmeistaramóti. Getty/Roland Krivec Leikmaður sem mátti ekki taka þátt í Afríkukeppninni í fyrra eftir að hafa ekki staðist kynjapróf hefur fengið grænt ljós hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu að taka þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem hefst í vikunni. Hin 23 ára gamla Barbra Banda sló í gegn með Sambíu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þegar hún skoraði meðal annars þrennu í tveimur leikjum í röð. Hún var aftur á móti hvergi sjáanleg þegar Sambía mætti í Afríkukeppnina í fyrra. How footballer Barbra Banda overcame gender eligibility row ahead of playing in Women's World Cup 2023 https://t.co/YYbNzaB0hV— BBC News (World) (@BBCWorld) July 17, 2023 Allir leikmenn voru þá settir í kynjapróf og þar féll Banda þar sem hún var með of mikið magn af karlhormóninu testósterón. Án hennar tókst Sambíu liðnu engu að síður að tryggja sér bronsverðlaun. The Athletic fjallaði um málið og sagði Banda vera í hópi með Caster Semenya sem eru báðar konur með náttúrulega mikið magn af testósterón. Banda er nú markahæsti leikmaður kínversku deildarinnar með liði sínu Shanghai Shengli. Banda mætir til leiks í góðu formi en það sýndi hún meðal annars með því að skora tvö mörk í 3-2 sigri Sambíu á Þýskalandi fyrir nokkrum dögum. Banda skoraði sigurmarkið í þessum endurkomusigri. Zambia star Barbra Banda has been permitted to play at the Women's World CupShe was banned from the 2022 Africa Cup on Nations for failing gender tests. pic.twitter.com/5imvcWBuyl— The Instigator (@Am_Blujay) July 11, 2023 Þjóðverjar voru allt annað sen sáttir og töluðu margir um hina umdeildu Banda. Samkvæmt reglum FIFA eru það þátttökuþjóðirnar sjálfar sem kanna og votta það að leikmenn þeirra séu konur. Banda fær grænt ljós hjá knattspyrnusambandi Sambíu og þar með FIFA. Sambía er í riðli með Spáni, Japan og Kosta Ríka á HM og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessum þjóðum gengur að stoppa hina mögnuðu Barbra Banda. Zambia debuts at the FIFA Women s World cup this year.Captain Barbra Banda almost didn't make the team after being judged to have too high testosterone levels. But in the World Cup, each team can hold its own investigation. Now Zambia can rely on its strongest player. pic.twitter.com/YXT42FSkr7— BBC News Africa (@BBCAfrica) July 17, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Hin 23 ára gamla Barbra Banda sló í gegn með Sambíu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þegar hún skoraði meðal annars þrennu í tveimur leikjum í röð. Hún var aftur á móti hvergi sjáanleg þegar Sambía mætti í Afríkukeppnina í fyrra. How footballer Barbra Banda overcame gender eligibility row ahead of playing in Women's World Cup 2023 https://t.co/YYbNzaB0hV— BBC News (World) (@BBCWorld) July 17, 2023 Allir leikmenn voru þá settir í kynjapróf og þar féll Banda þar sem hún var með of mikið magn af karlhormóninu testósterón. Án hennar tókst Sambíu liðnu engu að síður að tryggja sér bronsverðlaun. The Athletic fjallaði um málið og sagði Banda vera í hópi með Caster Semenya sem eru báðar konur með náttúrulega mikið magn af testósterón. Banda er nú markahæsti leikmaður kínversku deildarinnar með liði sínu Shanghai Shengli. Banda mætir til leiks í góðu formi en það sýndi hún meðal annars með því að skora tvö mörk í 3-2 sigri Sambíu á Þýskalandi fyrir nokkrum dögum. Banda skoraði sigurmarkið í þessum endurkomusigri. Zambia star Barbra Banda has been permitted to play at the Women's World CupShe was banned from the 2022 Africa Cup on Nations for failing gender tests. pic.twitter.com/5imvcWBuyl— The Instigator (@Am_Blujay) July 11, 2023 Þjóðverjar voru allt annað sen sáttir og töluðu margir um hina umdeildu Banda. Samkvæmt reglum FIFA eru það þátttökuþjóðirnar sjálfar sem kanna og votta það að leikmenn þeirra séu konur. Banda fær grænt ljós hjá knattspyrnusambandi Sambíu og þar með FIFA. Sambía er í riðli með Spáni, Japan og Kosta Ríka á HM og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessum þjóðum gengur að stoppa hina mögnuðu Barbra Banda. Zambia debuts at the FIFA Women s World cup this year.Captain Barbra Banda almost didn't make the team after being judged to have too high testosterone levels. But in the World Cup, each team can hold its own investigation. Now Zambia can rely on its strongest player. pic.twitter.com/YXT42FSkr7— BBC News Africa (@BBCAfrica) July 17, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira