Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir aðeins fimm daga.
Frakkar munu leika í F-riðli með Jamaíku, Brasilíu og Panama, en þeirra fyrsti leikur er gegn Jamaíku á sunnudaginn eftir rétt rúma viku, nánar tiltekið þann 23. júlí.
Í tilefni af því sendi franska fjarskiðtafyrirtækið Orange frá sér magnaða auglýsingu þar sem áhorfendur virðast vera að horfa á mörk og mikilvæg augnablik hjá karlalandsliðinu, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að svo er alls ekki.
No spoilers, but this is the cleverest football advert I've ever seen. pic.twitter.com/9dNmSc5yQM
— Daniel Storey (@danielstorey85) July 15, 2023
„Aðeins þeir bláu (f. Les Bleus) geta kallað fram þessar tilfinningar hjá okkur,“ segir í auglýsingunni.
„Nema hvað að þetta voru ekki þeir sem þið voruð að horfa á.“