Hrafnhildur heldur til Taílands: „Skemmtilegasta ævintýri sem ég hef upplifað“ Íris Hauksdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland á síðasta ári. Arnór Trausti Katrínarson Miss Universe Iceland drottningin Hrafnhildur Haraldsdóttir mun krýna nýjan arftaka síðar í sumar. Hennar síðasta verkefni sem handhafi titilsins er óvænt verkefni í Taílandi. Þetta er í fyrsta sinn sem fegurðardrottning hlýtur slíkan heiður segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstýra keppninnar. „Þetta er í raun alveg magnað. Ég hef í það minnsta aldrei upplifað neitt þessu líkt á þessum átta árum sem ég hef haldið keppnina,“ segir Manuela og heldur áfram. „Hrafnhildur keppti í alþjóðlegu keppninni í lok síðasta árs og gekk vel enda gríðarlegt afrek að komast úr 90 yfir í 16 þátttakenda úrslit. Við fengum svo tölvupóst fyrir stuttu frá eiganda keppninnar. Anne JKN, eða Jakkaphong Jakrajutatip, en hún er fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni. Hún er jafnframt stofnandi CEO of JKN Global Group sem á sjónvarpsstöðvar í Taílandi sem er mjög voldugt fyrirtæki í hinum stóra heimi. Fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni Anne þessi var valin kona ársins í Taílandi og er mjög þekkt þar í landi. Eignaðist til að mynda tvö börn með aðstoð staðgöngumóður og leggur ríka áherslu á women empowerment. Það var því hennar fyrsta verk að breyta reglum um að nú megi mæður og giftar konur taka þátt í keppninni. Hrafnhildur var stödd í fjölskyldufríi þegar boðið um ferð til Taílands barst henni.Arnór Trausti Katrínarson Okkur fannst frekar magnað að fá póst frá Önnu þar sem hún boðaði Hrafnhildi með mjög stuttum fyrirvara út til sín í myndatökur og á ýmsa viðburði. Við urðum eðlilega að ósk hennar en sjálf var Hrafnhildur stödd í fjölskyldufríi á Tenerife og þurfti því að hafa hraðar hendur.“ Taíland einn af drauma áfangastöðunum „Ég þarf að pakka beint upp úr tösku yfir í þá næstu og skunda til Taílands um helgina,“ segir Hrafnhildur og spenningurinn í röddinni leynir sér ekki. „Ég hef ferðast víða en aldrei komið til Taílands. Það er samt einn af þeim áfangastöðum sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja og ég er því ekkert eðlilega spennt og glöð fyrir þessu ferðalagi.“ Hrafnhildur segist hafa upplifað skemmtilegasta ár lífs síns í kjölfar titilsins.Arnór Trausti Katrínarson Hrafnhildur segir síðastliðið ár sem Miss Universe Iceland hafa verið draumi líkast. „Eftir að hafa hampað titlinum hófst eitthvað það skemmtilegasta ævintýri sem ég hef upplifað. En undirbúningurinn fyrir keppnina var rosalegur,“ segir hún með áherslu enda lagði hún sig alla fram og árangurinn eftir því. Botnlaust þakklæti fyrir fólkið í kring „Eftir að hafa unnið fór ég í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í allskonar myndatökur og þjálfun sem var magnað. Ég fékk fullt af fallegum kjólum fyrir keppnina, þar á meðal kjólinn sem ég keppti í. Þakklæti mitt er botnlaust fyrir fólkið í kring um mig. Þau stóðu við bakið á mér í öllu sem ég gerði og hjálpaði mér við allt. Ferlið í heild hefur verið svo lærdómsríkt og skemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég bjóst við að fá að upplifa. Nú þegar styttist í næstu krýningu var ég viss um að mínu ævintýri væri að ljúka en þá kom skemmtilegasta símtal sem ég hef fengið um að mér væri boðið í vikuferð til Taílands. Ég gæti ekki verið spenntari og er óendanlega þakklát Jorge Esteban og Manuelu fyrir að koma mér á þann stað sem ég er á í dag.“ Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22 Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
„Þetta er í raun alveg magnað. Ég hef í það minnsta aldrei upplifað neitt þessu líkt á þessum átta árum sem ég hef haldið keppnina,“ segir Manuela og heldur áfram. „Hrafnhildur keppti í alþjóðlegu keppninni í lok síðasta árs og gekk vel enda gríðarlegt afrek að komast úr 90 yfir í 16 þátttakenda úrslit. Við fengum svo tölvupóst fyrir stuttu frá eiganda keppninnar. Anne JKN, eða Jakkaphong Jakrajutatip, en hún er fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni. Hún er jafnframt stofnandi CEO of JKN Global Group sem á sjónvarpsstöðvar í Taílandi sem er mjög voldugt fyrirtæki í hinum stóra heimi. Fyrsta transkonan sem fjárfestir í fegurðarsamkeppni Anne þessi var valin kona ársins í Taílandi og er mjög þekkt þar í landi. Eignaðist til að mynda tvö börn með aðstoð staðgöngumóður og leggur ríka áherslu á women empowerment. Það var því hennar fyrsta verk að breyta reglum um að nú megi mæður og giftar konur taka þátt í keppninni. Hrafnhildur var stödd í fjölskyldufríi þegar boðið um ferð til Taílands barst henni.Arnór Trausti Katrínarson Okkur fannst frekar magnað að fá póst frá Önnu þar sem hún boðaði Hrafnhildi með mjög stuttum fyrirvara út til sín í myndatökur og á ýmsa viðburði. Við urðum eðlilega að ósk hennar en sjálf var Hrafnhildur stödd í fjölskyldufríi á Tenerife og þurfti því að hafa hraðar hendur.“ Taíland einn af drauma áfangastöðunum „Ég þarf að pakka beint upp úr tösku yfir í þá næstu og skunda til Taílands um helgina,“ segir Hrafnhildur og spenningurinn í röddinni leynir sér ekki. „Ég hef ferðast víða en aldrei komið til Taílands. Það er samt einn af þeim áfangastöðum sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja og ég er því ekkert eðlilega spennt og glöð fyrir þessu ferðalagi.“ Hrafnhildur segist hafa upplifað skemmtilegasta ár lífs síns í kjölfar titilsins.Arnór Trausti Katrínarson Hrafnhildur segir síðastliðið ár sem Miss Universe Iceland hafa verið draumi líkast. „Eftir að hafa hampað titlinum hófst eitthvað það skemmtilegasta ævintýri sem ég hef upplifað. En undirbúningurinn fyrir keppnina var rosalegur,“ segir hún með áherslu enda lagði hún sig alla fram og árangurinn eftir því. Botnlaust þakklæti fyrir fólkið í kring „Eftir að hafa unnið fór ég í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í allskonar myndatökur og þjálfun sem var magnað. Ég fékk fullt af fallegum kjólum fyrir keppnina, þar á meðal kjólinn sem ég keppti í. Þakklæti mitt er botnlaust fyrir fólkið í kring um mig. Þau stóðu við bakið á mér í öllu sem ég gerði og hjálpaði mér við allt. Ferlið í heild hefur verið svo lærdómsríkt og skemmtilegt og alls ekki eitthvað sem ég bjóst við að fá að upplifa. Nú þegar styttist í næstu krýningu var ég viss um að mínu ævintýri væri að ljúka en þá kom skemmtilegasta símtal sem ég hef fengið um að mér væri boðið í vikuferð til Taílands. Ég gæti ekki verið spenntari og er óendanlega þakklát Jorge Esteban og Manuelu fyrir að koma mér á þann stað sem ég er á í dag.“
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22 Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið