Ricciardo fer frá Red Bull á láni en Vries hefur verið látinn fara eftir einungis tíu keppnir á sínu fyrsta tímabili í Formúlu eitt.
BREAKING: Daniel Ricciardo to replace Nyck de Vries at AlphaTauri for the rest of the 2023 season
— Formula 1 (@F1) July 11, 2023
#F1 pic.twitter.com/eD3J4TrjjI
Vries er í seinasta sæti af öllum ökuþórum á tímabilinu og er annar af tveimur ökuþórum án stiga. Hinn ökuþór AlphaTauri er Yuki Tsunoda en hann hefur staðið sig mun betur og ljóst að bílaframleiðandinn vildi betri árangur frá Vries.
Hinn 34 ára Ricciardo hefur unnið átta keppnir á litríkum ferli sínum. Hann stóð sig vel á æfingu síðastliðin þriðjudag og vonast AlphaTauri eftir góðri frammistöðu á sunnudaginn næsta þegar keppt verður í Ungverjalandi.