Matur

BBQ kóngurinn: „Þetta er alvöru steik!“

Boði Logason skrifar
Alferð Fannar Björnsson er kóngurinn, BBQ kóngurinn.
Alferð Fannar Björnsson er kóngurinn, BBQ kóngurinn.

Í öðrum þætti af BBQ kónginum grillaði Alfreð Fannar „alvöru steik,“ eins og hann orðaði það í þættinum.

Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð:

Dry aged Tomahawk steik með bræddu kryddsmjöri

1kg dry aged tomahawk (því allt undir kílói er bara álegg)

Olía

Umami kryddblanda eða SPG kryddblanda

Kyndið grillið í 120 gráður.

Setjið olíu á kjötið og kryddið vel með Umami.

Setjið hitamæli í kjötið og eldið á óbeinum hita upp í 50 - 51 gráðu.

Takið kjötið af og kyndið grillið i botn.

Brúnið kjötið í eina mínútu á hvorri hlið.

Sneiðið hvítlaukssmjörið niður og leggið ofan á kjötið.

Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur.

Hvítlaukssmjör:

100g smjör

4 hvílauksrif

handfylli steinselja

1tsk trufflu marinering úr Kjötkompaní

Fínsaxið hvítlauk og steinselju.

Blandið saman öllum hráefnunum.

Vefjið inn í plastfilmu og geymið í ískáp

Skerið hvítlauks smjörið í þunnar skífur

BBQ kóngurinn er sýndur á Stöð 2 alla fimmtudaga klukkan 18:55


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.